Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Finndu tengilið farsældar fyrir barnið þitt og úrræðalista skóla og Hafnarfjarðarbæjar.
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Andrea Ýr, hjúkrunafræðingur og einn af eigendum Heilsulausna, sagði og sýndi þátttakendum fundarins þá fræðslu sem ungt fólk fær í skólunum í dag og gaf einnig góð ráð til foreldra. Stella Björg Kristinsdóttir, fagstjóri frístundastarfs og forvarna hjá Hafnarfjarðarbæ, fór yfir tölfræðina og hvernig hægt er að styðja enn betur við unga fólkið okkar.
Fjórði viðburðurinn í fundaröðinni, „Við erum þorpið“, var haldin í fyrirlestrasal Víðistaðaskóla fyrr í vikunni þar sem Andrea Ýr, hjúkrunafræðingur og einn af eigendum Heilsulausna, sagði þátttakendum fundarins frá þeirri fræðslu sem ungt fólk fær í skólum í dag og gaf einnig góð ráð til foreldra. Stella Björg Kristinsdóttir, fagstjóri frístundastarfs og forvarna hjá Hafnarfjarðarbæ, fór yfir tölfræðina og hvernig hægt er að styðja enn betur við unga fólkið okkar.
Heilsulausnir, sem er í eigu Stefaníu Ösp Guðmundsdóttur og Andreu Ýr Jónsdóttur, fara í alla 8. bekki grunnskóla Hafnarfjarðar með vímuefnafræðsluna VELDU. Vímuefnafræðslan hefur það að markmiði að upplýsa um skaðsemi, ávanabindingu og styrkja sjálfsmynd. Hjúkrunarfræðingar sinna fræðslunni og er allt fræðsluefni byggt á gagnreyndum og nýlegum heimildum. Í ár er vakin sérstök athygli á þessari fræðslu sem boðið er uppá ásamt því að bjóða öllum foreldrum barna og ungmenna á unglingastigi á fræðslufundi um efnið.
Fundurinn hófst á því að Andrea fór yfir hvernig fræðslunni er miðlað til ungmenna í skólum landsins. Forvarnarfræðslan hefst með glærukynningu sem byggir á nýjustu rannsóknum og gagnlegum heimildum, sem efla gangrýna hugsun og skapa fróðlega umræðu milli ungmenna og hvetur þau til þátttöku í samtalinu.
„Með því að koma með fornvarnarfræðslu fyrr inn í skólana, á fyrsta þrepi unglingastigs, náum við betur að grípa unga fólkið okkar áður en þau byrjar að fikta.“
Andrea hvetur alla foreldra/forráðamenn til að vera meira með í samtalinu um vímuefni og bera virðingu og sýna aðgát við neyslu áfengis og nikótíns, í kringum ungmenni. Sýna gott forræði. En samkvæmt skilgreiningu eru vímuefni öll efni sem geta valdið vímu og hafa ávanabindandi áhættu.
„Ungmenni eru sérstaklega viðkvæm fyrir skammtíma og langtíma áhrifum vímuefna, þar sem líkami og líffæri eru enn að mótast. Heili ungmenna er ekki talin fullþroska fyrr en um 25 ára aldurinn, þá sérstaklega framheilinn og getur hver dagur minnkað líkur á því að barn taki ákvörðun af hvatvísi og fikti við vímuefni. Það skiptir því sköpum að gefa heilanum tækifæri á að þroskast eðlilega. Vímuefni breyta heilastarfseminni varanlega og auka líkur á fíkn og geðsjúkdómum.“
„Það eru margir áhættuþættir sem geta leitt til notkun vímuefna. Þar nefnir Andrea meðal annars; aldur (ungmenni), líffræðilega þætti (erfðir, kyn, svefngæði), geðheilsu (ADHD, andleg vanlíðan, neikvæð sjálfsmynd), umhverfi og uppeldi (félagsleg staða, viðhorf), áföll (einelti, ofbeldi, vanræksla).“
„Rannsóknir sýna fram á að ungar stúlkur séu líklegri til að sækja í vímuefni til að deyfa tilfinningar, en strákar neyta þess frekar til að falla inn í hópinn. Á sama tíma finna strákar fyrir meiri stuðningi frá fjölskyldunni sinni, frekar en stelpur almennt.“
Andrea fór einnig yfir helstu einkenni (líkamleg og andleg) vímuefnanotkunar, sem foreldrum/forráðamönnum ber að hafa augun opin fyrir. Hún nefnir þó að mörg einkenni eru lík hegðun hins týpíska unglings. Þá er vert að skoða hvort breytingarnar virðist gerast ört og kanna málið nánar í samtali við barnið/ungmennið.
„Félagsleg einkenni geta meðal annars verið: verri mæting í skóla, lægri einkannir, lélegt viðhorf til náms/skóla, nýr félagsskapur sem felur í sér „ósýnilega vini“, sem foreldrarnir hafa ekki hitt áður. Barn sem er að venju félagslynt og opið getur farið að loka sig af, misst áhuga á því sem það hafði áður gaman af og jafnvel sýnt stuðning við ýmiskonar andspyrnuhreyfingar.“
„Líkamleg einkenni geta verið; klaufska (verri samhæfing, jafnvægi), skjálfti, þvalar hendur, líkamlegar kvartanir (oft óljósar og endurteknar).“ Andrea segir ýmsum aðferðum beitt til að fela líkamleg einkenni, Þar má nefna; notkun augndropa, farða, sólgleraugna og að draga hár/hettu fyrir andlit.
„Andleg einkenni geta verið; depurð, einbeitingaskortur eða minnisskerðing, breytingar á svefnvenjum, síþreyta eða sljóleiki, óskýr talsmáti.“
„Einkenni af notkun vímuefna kemur einnig fram í breyttri hegðun eins og pirringi, reiði, árásargirni, persónuleikabreytingum, hirðuleysi um hreinlæti, kæruleysi eða virðingarleysi gagnvart reglum (óheiðarleiki, glæpahneigð).“
„Áfengi er það vímuefni sem er hvað mest neitt hérlendis, enda er það löglegt vímuefni, rétt eins og nikótín. Áfengi hefur áhrif á öll líffæri líkamans, meðal annars heilan og þar með hegðun og líðan, en getur einnig leitt til myndun sjúkdóma og krabbameins.“
„Skiptar skoðanir eru á milli ungmenna um notkun kannabis, þar sem umræðan um efnið, meðal annars í lækningarskyni, í kremum og olíum er fjölbreytt og því er auðvelt fyrir ungt fólk að misskilja upplýsingarnar. Notkun efnisins getur meðal annars skert greind ungmenna um allt að 10%. Ungmenni sem neyta kannabis eru fimm sinnum líklegri til að þróa með sér kvíðaraskanir og þunglyndi, en nýjustu rannsóknir tengja einnig hærri líkur á sjálfsvígi við neyslu efnisins. Það getur tekið margar vikur fyrir líkamann að losa sig við efnið, á meðan þá nær það að setjast þar að og getur leitt til alvarlegra líffærabilanna, svo sem hjartaáfalla og heilablóðfalla. Enn fleiri fara í meðferð við notkun kannabis.“
„Nikótín púðar eru vinsælasta nikótín varan á Íslandi. En nikótín var upphaflega markaðsset til að aðstoða aðila við að hætta að reykja en hefur þróast í að ungmenni sem aldrei hafa reykt, byrja að neyta efnisins. Það sést einnig í markaðssetningu nikótín púða of rafretta (vape), sem getur oft á tíðum höfðað til ungmenna, með fjölbreyttum nammi brögðum og litríkum umbúðum. Á meðan aðilar sem vilja nýta púðana til að hætta að reykja, eru líklegri að versla púða með myntu bragði. Einnig eru til rafræn gjafabréf sem auðveldar ungu fólki að versla efnið á netinu án skilríka. Þó eru fleiri auglýsinga herferðir komnar á markaðinn sem auðvelda aðgengi foreldra og ungmenna að nikótín fræðslu, eins og Óþolandi.is.“
„Rétt eins og önnur vímuefni hefur nikótín mikil áhrif á heilsuna og því meira magn því verra. Nikótín rafrettur (vape) og þá sérstaklega nikótín púðar (hærra magn nikótíns), hafa áhrif á hjartakerfið, meltinguna, andlega líðan, vöðvauppbyggingu, myndun sykursýki, æxlunarkerfið, fóstur og ónæmiskerfið.“
„Magn af nikótíni í púðum, miðað við magn í sígarettum, er margfalt hærra. Það eru því hærri líkur á nikótíneitrun við notkun púða. Að meðaltali eru um 10 mg af nikótíni í hverjum púða, en löglega má selja allt að 20 mg í hverjum púða. Til viðmiðunar er um 1 mg í hverri sígarettu. Um þrjú til fjögur börn eru lögð inn á sjúkrahús vikulega vegna nikótíneitrunar.“
Í lok fundarins fór Stella Björg Kristinsdóttir, fagstjóri frístundastarfs og forvarna hjá Hafnarfjarðarbæ, yfir niðurstöður úr nýjustu íslensku æskulýðsrannsókninni (vor 2024) á vímuefnanotkun íslenskra ungmenna í fjórða til 10.bekk. Þar kom meðal annars fram að rúm 10% ungmenna í 10.bekk hafa drukkið áfengi á síðastliðnum 30 dögum, notkun nikótínpúða var allt að 7% og upp í 17% af ungmennum í níunda og 10.bekk hafa notað rafrettu síðastliðin mánuð.
„En tölurnar sýndu einnig miklar framfarir í forvarnarmálum hérlendis, eins og sjá má hér neðar þá hafa Íslendingar náð góðum árangri síðustu áratugi, meðal annars með átaki gegn sígarettum (tóbaki) og áfengisneyslu. Einnig er vert að nefna að um 800 ungmenni komu saman á Grunnskólahátíðinni, fyrr í mánuðinum og skemmtu sér konunglega án nokkura vímuefna.“
„Ein besta fornvörnin er sterk sjálfsmynd. Að tala fallega til sín, finna styrkleika sína og einblína á það sem gerir þau einstök og hafa gaman af. Æfa sig í að sjá eitthvað jákvætt í öllum aðstæðum. En maður hugsar betur um sjálfan sig ef manni líður vel.“ Segir Andrea.
„Rannsóknir sýna að börn sem eiga fleiri samverustundir með foreldrum sínum meta andlega líðan sína betri.“ (Rannsóknir og greining 2022). Allir skólar hafa aðgang að íslensku æskulýðsrannsókninni og það að nýta tölfræðina fyrir hvern skóla getur gefið nemendum tækifæri á að fá hnitmiðaðri fræðslu. Til dæmis ef kennarar/foreldrar/nemendur taka eftir hærri tíðni áfengisneyslu innan bekkjarins, en minna um reykingar, væri hægt að fá forvarnarfræðslu sem einblínir frekar á áfengisneyslu.
Þessi fundur var hluti af fundaröð Hafnarfjarðarbæjar og heilsubæjarins Hafnarfjarðar um málefni barna og ungmenna, líðan þeirra og öryggi. Því fleiri sem við styrkjum í samtalinu við unga fólkið okkar því öflugri forvarnir.
Sundlaugamenning Íslands hefur verið formlega skráð sem óáþreifanlegur menningararfur mannkyns hjá UNESCO.
Fimmta Jólaþorpshelgin verður hlaðin kræsingum og gleði. Fjöldi skemmtiatriða og svo margt sem má upplifa í firðinum okkar fagra.
Tvöföld Reykjanesbraut milli Krýsuvíkurvegar og Hvassahrauns opnaði formlega síðdegis í gær. Bæjarstjóri Hafnarfjarðarbæjar fagnaði því í Haukaheimilinu um leið og…
Tólf starfsmenn hlutu 25 ára starfsaldursviðurkenningu í gærdag. Samanlagður starfsaldur þessa flotta hóps er 300 ár. Aðeins konur prýddu fagran…
„Til hamingju með 25 ára afmælið,“ sagði Valdimar Víðisson bæjarstjóri þegar hann flutti ávarp á fræðsludegi og afmælisfögnuðu PMTO hugmyndafræðinnar…
All verk ehf. byggir búsetuskjarna með sólarhringsþjónustu við Smyrlahraun 41A. Húsnæðið verður tilbúið um mitt ár 2027.
Nú skína jólaljósin skært. Jólabærinn Hafnarfjörður hvetur Hafnfirðinga og vini Hafnarfjarðar til þess að senda ábendingu um þau hús, þær…
Allt er að smella hjá Mæðrastyrksnefnd Hafnarfjarðar sem úthlutar á morgun mat og gjöfum til um 300 hafnfirskra einstæðinga og…
Sóli Hólm hefur aldrei sýnt oftar í Bæjarbíói en fyrir þessi jól. Alls 41 sýning og sú síðasta á Þorláksmessu.…
„Hafnarfjarðarkortið er lykillinn að Hafnarfirði,“ segir Þóra Hrund Guðbrandsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Hafnarfjarðar um þetta glænýja hafnfirska gjafa- og inneignarkort „Þetta…