Við sýnum vináttu í verki

Fréttir

Bæjarráð Hafnarfjarðarbæjar samþykkti á fundi sínum í morgun að veita styrk að upphæð 1.000.000.- til verkefnisins Vinátta í verki. Með framlagi sínu vill bærinn senda Grænlendingum skýr og kærleiksrík skilaboð um samstöðu og vináttu.

Bæjarráð
Hafnarfjarðarbæjar samþykkti á fundi sínum í morgun að veita styrk að upphæð
1.000.000.- til verkefnisins Vinátta í verki. Verkefni og söfnun kemur til
vegna flóðbylgju sem skall á grænlenska þorpinu Nuugattsiaq aðfararnótt
sunnudagsins 18. júní og varð til þess að fjórir fórust og ellefu hús eyðilögðust
m.a. rafveita þorpsins, verslun þess og grunnskóli.

Eins og fram kemur í beiðni frá landssöfnuninni til
sveitarfélaga og landshlutasamtaka sveitarfélaga þá eru Grænlendingar næstu
nágrannar Íslendinga og djúp vinátta milli þjóðanna. Einn skýrasti vottur þess,
er að Grænlendingar efndu til landssöfnunar þegar snjóflóðið mikla féll á
Flateyri 1995. Markmið með verkefninu er m.a. að senda Grænlendingum sterk
skilaboð um að þeir geti ávallt treyst á Íslendinga. Grænlendingar eru djúpt
snortnir yfir hlýhug, vináttu og stuðningi Íslendinga og Færeyinga vegna þessa.

Með framlagi sínu vill Hafnarfjarðarbær senda Grænlendingum
skýr og kærleiksrík skilaboð um samstöðu og vináttu.

Ábendingagátt