Aukum öryggið saman – kallað eftir ábendingum íbúa

Fréttir

Hafnarfjarðarbær kallar eftir ábendingum og athugasemdum frá íbúum um úrbætur eða lagfæringar í nærumhverfinu sem gætu aukið enn frekar öruggi íbúa og annarra.

Hafnarfjarðarbær kallar eftir ábendingum og athugasemdum frá íbúum um úrbætur eða lagfæringar í nærumhverfinu sem gætu aukið enn frekar öruggi íbúa og annarra. Íbúar hverfa og starfsfólk fyrirtækja þekkja nærumhverfi sitt vel og eru best til þess fallnir að benda á það sem betur má fara til að koma í veg fyrir smærri sem stærri slys eða óhöpp.

Hafnarfjarðarbær vinnur þessa dagana að úttekt á ákveðnum hverfum bæjarins með öryggi íbúa í huga og tekur fagnandi á móti góðum ábendingum í gegnum ábendingagátt sveitarfélagsins.

Við hvetjum þig – íbúi góður – til að leggja þitt af mörkum og benda á staði sem þarfnast sérstakrar skoðunar. Mikilvægt er að allar ábendingar fari í formlegt ferli innan sveitarfélagsins og það gerist með skráningu í ábendingagátt. Ekki er nóg að merkja Hafnarfjarðarbæ í færslu á samfélagsmiðlum. 

Skrá ábendingu í ábendingagátt

——————————————————————————–

Taktu þátt – hafðu áhrif!

Ertu með ábendingu, sögu af þjónustuupplifun eða viltu koma hugmynd á framfæri?

Hjá Hafnarfjarðarbæ er jafnrétti og lýðræði í hávegum haft með það fyrir augum að allir einstaklingar fái jöfn tækifæri og möguleika til áhrifa. Við hvetjum þig til að taka virkan þátt og leggja þitt af mörkum til uppbyggingar og þróunar á þjónustu sveitarfélagsins. á samfélaginu okkar, umhverfi og auðlindum.

  • Ertu með sögu? Við viljum fá að heyra þær allar, góðar og slæmar, og safna þeim saman með það fyrir augum að greina styrkleika og veikleika þjónustunnar þannig að hægt sé að bregðast við og bæta.  
  • Ertu með ábendingu?  Við fögnum öllum ábendingum! Er eitthvað sem þarf að lagfæra í umhverfinu, þjónustu eða annað sem þú vilt koma á framfæri við starfsmenn Hafnarfjarðarbæjar? Sendu okkur þá ábendingu! Fyrirfram bestu þakkir!
  • Viltu koma góðri hugmynd á framfæri og viðra hana í stærra samhengi?  Þá er Betri Hafnarfjörður málið, samráðsvettvangur þar sem bæjarbúum gefst tækifæri til að setja fram smærri og stærri hugmyndir. 

 

Ábendingagátt