Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Finndu tengilið farsældar fyrir barnið þitt og úrræðalista skóla og Hafnarfjarðarbæjar.
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Nú liggja fyrir niðurstöður úttekta á rekstri Hafnarfjarðarbæjar sem ráðgjafafyrirtækin Capacent og R3 hafa unnið að undanfarna mánuði.
Nú liggja fyrir niðurstöður úttekta á rekstri Hafnarfjarðarbæjar sem ráðgjafafyrirtækin Capacent og R3 hafa unnið að undanfarna mánuði. Skýrslurnar og tillögur til umbóta hafa verið birtar á vef Hafnarfjarðar í anda opinnar stjórnsýslu gagnvart bæjarbúum. Tillögurnar verða teknar til meðferðar á næstu vikum og mánuðum innan stjórnkerfis bæjarins.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar hefur það markmið að stöðva skuldasöfnun bæjarins og koma rekstri sveitarfélagsins á réttan kjöl. Þannig verður hægt að koma til móts við íbúa Hafnarfjarðar með hagstæða þjónustu og styrkja samkeppnisstöðu bæjarins innan höfuðborgarsvæðisins.
Tillögur ráðgjafafyrirtækjanna gera ráð fyrir að mögulegar breytingar geti létt rekstur bæjarins um allt að 900 milljónir króna á ársgrundvelli, ef þær myndu allar ná fram að ganga. Raunhæft mætti ætla að eftir úrvinnslu tillagnanna á komandi mánuðum muni ávinningurinn fyrir bæjarsjóð nema á bilinu 500-600 milljónum króna.
Tillögurnar fela ekki í sér skerðingu á þjónustu til bæjarbúa heldur er leitast við að ná fram meiri árangri úr núverandi rekstri bæjarins. Einnig eru lagðar til ýmsar sjálfsagðar umbætur eins og að bærinn nýti sér í meiri mæli útboðsleiðir til að lækka kostnað við kaup á þjónustu.
„Það er afar mikilvægt að hafa farið í þessa vinnu við að greina stöðuna í bænum og fá tillögur utanaðkomandi aðila til umbóta,” segir Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri. „Það er alveg ljóst að við getum gert breytingar á rekstrinum og náð þannig fram verulegum umbótum sem síðan má nota til að létta íbúunum lífið ef svo má segja sem er eitt af okkar megin markmiðum. Við vonumst til að ná góðri sátt þar um.”
Nánar um helstu atriði rekstrargreiningar
Í skýrslu Capacent er að finna nýja greiningu á fjárhagsstöðu Hafnarfjarðarbæjar sem staðfestir aðrar greiningar um alvarlega stöðu bæjarins. Þar kemur fram að framlegð til rekstrar er of lág til að greiða upp skuldir og að svigrúm til skattahækkana sé lítið.
Árið 2014 var skuldahlutfall Hafnarfjarðarbæjar (A og B hluta) 202% en hæst var það 2011 og stóð þá í 250%. Ef einungis er horft til A hluta að þá var skuldahlutfall bæjarins 185% en hæst árið 2012 þegar það var 222%.
Hvort heldur sem er horft til A eða A og B hluta sveitarfélagsins, þá er skuldahlutfall út frá skuldaviðmiðum sveitarfélaga enn yfir þeim viðmiðunarmörkum sem getið er um í reglugerð um fjármál sveitarfélaga.
Út frá þeim forsendum sem gefin eru í skuldaviðmiðum var skuldahlutfall Hafnarfjarðar 157% í A hluta en 176% í A og B hluta en skuldaviðmið gerir ráð fyrir að A og B hluti fari ekki yfir 150 %. Hátt skuldahlutfall og lág framlegð þýðir að óbreyttu næst ekki að greiða niður skuldir sveitarfélagsins.
Úttekt á rekstri og stjórnskipulagi bæjarins. – Greining og tillögur.
Fjölskylduþjónustan – Greining
Fjölskylduþjónustan – Tillögur
Sóli Hólm hefur aldrei sýnt oftar í Bæjarbíói en fyrir þessi jól. Alls 41 sýning og sú síðasta á Þorláksmessu.…
„Hafnarfjarðarkortið er lykillinn að Hafnarfirði,“ segir Þóra Hrund Guðbrandsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Hafnarfjarðar um þetta glænýja hafnfirska gjafa- og inneignarkort „Þetta…
Fjórða helgin okkar í Jólaþorpinu verður yndisleg. Veðrið mun leika við gesti en fyrst og fremst munu allar þær gersemar…
Börn fá frístundastyrk frá þriggja ára aldri. 10,6 milljarðar verða settir í fjárfestingar. Einnig verður sett fjármagn í uppbyggingu nýs…
Hjörtu okkar Hafnarfjarðar skarta fjólubláum lit í dag á alþjóðadegi fatlaðs fólks. Dagurinn er 3. desember ár hvert til að…
Menntastefna Hafnarfjarðarbæjar var kynnt á starfsdegi astarfsfólks frístundar-, grunnskóla- og leikskóla Hafnarfjarðarbæjar þann 14. nóvember. Þátttakendur gátu valið um ólíka…
Ný stefna um móttöku skemmtiferðaskipa í Hafnarfirði hefur verið samþykkt af bæjarráði. Stefnan gildir til 2035.
Um 30 útskrifuðust úr Leiðtogaskóla Hafnarfjarðarbæjar á dögunum. Nú hafa 90 stjórnendur bæjarins útskrifast. Kennslan eflir bæjarbraginn.
Mæðgurnar Lára Alda Alexandersdóttir og Silja Þórðardóttir lærðu saman að verða gusumeistarar. Þær nota kraftana í Herjólfsgufunni við Langeyrarmalir.
„Ég finn að Hafnfirðingar eru stoltir af Jólabænum og Jólaþorpinu á Thorsplani,“ segir Sunna Magnúsdóttir, verkefnastjóri Jólaþorpsins sem orðið er…