Víðavangshlaup Hafnarfjarðar 2021 – takk fyrir komuna!

Fréttir

Víðavangshlaup Hafnarfjarðar fór fram í miðbænum sunnudaginn 3. október en með þessu frábæra hlaupi sló heilsubærinn Hafnarfjörður botninn í Íþróttaviku Evrópu 2021.

Þúsund þakkir fyrir þátttökuna! 

Víðavangshlaup Hafnarfjarðar fór fram í miðbænum sunnudaginn 3. október en með þessu frábæra hlaupi sló heilsubærinn Hafnarfjörður botninn í Íþróttaviku Evrópu 2021. Margir efnilegir hlauparar voru að stíga sín fyrstu skref í hlaupinu en keppendur voru um hundrað talsins og fjölmennast var í yngstu aldursflokkunum.

IMG_1419

IMG_1467IMG_1486

Kynning á kúluvarpi og langstökki

Frjálsíþróttadeild FH sá um framkvæmd hlaupsins og bauð áhugasömum að prófa kúluvarp og langstökk áður en hlaupið sjálft hófst. Þá sáu Solla stirða og Halla hrekkjusvín úr Latabæ um upphitun og liðkun stirðra liða. Allir keppendur fengu verðlaunapeninga sem voru gefnir af Hafnarfjarðarbæ og fyrstu keppendur í mark í hverjum flokki fengu verðlaunabikara.

IMG_1420

Fyrstir í hverjum flokki voru:


7-8 ára

  • Yusif Þór Hassan Bonnah
  • Lilja Björk Tómasdóttir


9-10 ára

  • Alexander Óli Magnússon
  • Auður Alice Jónsdóttir


11-12 ára

  • Hrannar Már Arnarson
  • Ingibjörg Magnúsdóttir

Næsta víðavangshlaup verður haldið á Sumardaginn fyrsta 21. apríl 2022! 

Ábendingagátt