Viðbragðsstaða vegna Covid-19

Fréttir

<<English below>> Í kjölfar ákvörðunar yfirvalda um hertar sóttvarnaraðgerðir sem taka gildi frá og með hádegi 31. júlí 2020 hefur Hafnarfjarðarbær farið yfir þjónustu sína í samræmi við viðbragðsáætlanir. Þjónusta sveitarfélagsins helst í megin dráttum óbreytt. 

<<English below>>

Í kjölfar ákvörðunar yfirvalda um hertar sóttvarnaraðgerðir sem taka gildi frá og með hádegi 31. júlí 2020 hefur Hafnarfjarðarbær farið yfir þjónustu sína í samræmi við viðbragðsáætlanir. Þjónusta sveitarfélagsins helst í megin dráttum óbreytt en vinnulag verður sniðið að nýjum samkomutakmörkunum.

Starfsfólk er hvatt til að huga vel að sínum einstaklingsbundnu sóttvörnum og stjórnendur hafa yfirfarið sóttvarnir á starfsstöðum. Þá hafa sérstakar leiðbeiningar verið útbúnar vegna starfsfólks sem er að koma til vinnu erlendis frá til að draga úr smithættu.

Til að vernda viðkvæma hópa hefur fjölskyldu- og barnamálasvið takmarkað fjölda gesta til íbúa eins og hægt er. Gefnar hafa verið út leiðbeiningar til starfsfólks á starfsstöðum fatlaðs fólks og í þjónustu við eldri borgara. Starfseiningum verður ekki lokað né þjónusta skert að svo búnu, svo sem í félagsstarfi aldraðra og mötuneytum en gætt verður vel að 2ja metra reglunni og fjöldatakmarkanir virtar. 

Starfsemi Hafnarborgar, Byggðasafns og Bókasafns Hafnarfjarðar helst að mestu óbreytt en þó gætt að fjöldatakmörkunum og 2ja metra reglunni.

Ásvallalaug og Sundhöll Hafnarfjarðar verða opnar með takmörkunum eins og kemur fram í frétt á vefnum . Suðurbæjarlaug er áfram lokuð vegna framkvæmda.

Við erum í viðbragðsstöðu og munum grípa til viðeigandi ráðstafana í samráði við almannavarnir og sóttvarnarlækni eftir þörfum. 

Upplýsingum verður einnig miðlað á vefsvæðinu á ensku og pólsku.

Alert level due to COVID-19

In light of stricter disease prevention measures ordered by the authorities, which will come into effect at noon on July 31, the municipality has reviewed its services in accordance with the relevant response plan. The municipality’s services remain mostly unchanged while work procedures will be adjusted to fit new social distancing limits.

Employees are encouraged to practice individual disease prevention and managers have reviewed protocols in workstations. Furthermore, special guidelines have been prepared for staff members returning to work after trips abroad to minimise risk of infection.

Visits to inhabitants have been restricted to protect vulnerable groups. Guidelines have been issued to staff in service apartments for the elderly, as well as the residents in apartments and group homes for people with disabilities. Operating units will not be closed nor will services be limited at this time as regards social activities for the elderly and canteens. However, the 2 m distance rule will be in place and number of people restrictions respected.

The operations of museums and library will remain mostly unchanged except for people restrictions and the 2 m rule.

Swimming pools will be open with restrictions. No more than 100 people are allowed in each space at Ásvallalaug and 32 people at Sundhöll Hafnarfjarðar and the 2 m rule is mandatory. Suðurbæjarlaug is closed for maintenance. Signs on restrictions to the number of people will be put up next to hot tubs and saunas and hand sanitiser will be accessible. Opening hours will remain the same. 

We are on alert and will take the appropriate measures as needed, in co-operation with civil protection services and the chief epidemiologist.

Relevant information will also be posted on this website in Polish. 

Ábendingagátt