Viðbrögð við og eftir jarðskjálfta – af gefnu tilefni

Fréttir

Sterk jarðskjálftahrina gengur nú yfir Reykjanes og höfuðborgarsvæðið. Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hvetur fólk til þess að kynna sér varnir og viðbúnað vegna jarðskjálfta.

 

Sterk jarðskjálftahrina gengur nú yfir Reykjanes og höfuðborgarsvæðið. Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hvetur fólk til þess að kynna sér varnir og viðbúnað vegna jarðskjálfta

Uppfært kl. 15:05: Ríkislögreglustjóri, í samráði við lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu, lögreglustjórann á Suðurnesjum og Veðurstofu Íslands, lýsir yfir hættustigi almannavarna vegna öflugrar jarðskjálftahrinu sem nú gengur yfir á Reykjanesi. Sjá tilkynningu frá Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.

Sjá ítarlegar upplýsingar um viðbrögð við og eftir jarðskjálfta á vef almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra ásamt upplýsingum um varnir og viðbúnað vegna skjálfta.

Á vef Veðurstofunnar er ávallt að finna nýjustu upplýsingar um stöðu mála

Hægt er að fylgjast með jarðskjálftavirkni í bæjarvefsjánni

Ef þú ert innandyra þegar þegar jarðskjálfti byrjar– ekki hlaupa af stað

  • Haltu kyrru fyrir, mörg slys verða þegar hlaupið er af stað
  • Farðu undir borð eða rúm og haltu þér í borð- eða rúmfót
  • Krjúptu niður í horni við burðarvegg eða í hurðaropi við burðarvegg
  • Verðu höfuð þitt og andlit með kodda- ef þú vaknar upp við jarðskjálfta
  • Haltu þig frá gluggum – þeir geta brotnað
  • Láttu vita af þér með SMS þegar jarðskjálftinn hættir


Ef þú er utandyra þegar þú finnur jarðskjálfta – ekki hlaupa inn

  • Vertu áfram úti
  • Ekki vera nálægt háum byggingum sem geta hrunið eða háum trjám
  • Grjóthrun, skriður og snjóflóð geta fallið úr hlíðum og fjalllendi
  • Raflínur geta verið hættulegar – varist að snerta þær
  • Reyndu að komast á opið svæði þar sem byggingar þrengja ekki að


Ef þú ert að keyra bíl þegar þú finnur jarðskjálfta
:

  • Leggðu bílnum og stoppaðu. Vegir og brýr geta skemmst í jarðskjálfta
  • Hafðu sætisbeltin spennt
  • Haltu kyrru fyrir í bílnum þar sem hann getur varið þig gegn brotum og braki sem fer af stað í jarðskjálfta – hlustaðu á útvarpið, þar koma jafnan fyrstu upplýsingarnar um jarðskjálftann.

Markmið almannavarna er að takast á við vá af völdum náttúruhamfara, af mannavöldum, farsótta eða hernaðaraðgerða eða af öðrum ástæðum, sem kann að ógna lífi og heilsu almennings, umhverfis og eða eignum. Ítarlegar upplýsingar er að finna á vef Ríkislögreglustjóra – almannavarnardeild

Ábendingagátt