Bjartir dagar

Bjartir dagar er menningarhátíð sem endurspeglar allt það fjölbreytta menningarstarf sem á sér stað í Hafnarfirði sem stofnanir, félagasamtök, fyrirtæki og einstaklingar standa að. Hátíðin fagnar 20 ára afmæli í ár og hefst á 115 ára afmælisdegi bæjarins fimmtudaginn 1. júní.