Kaldárhlaupið, 10 km hlaup í minningu Jóhannesar J. Reykdal, verður haldið sunnudaginn 15. desember. Hlaupið er frá Kaldárseli og hlaupið í mark á Strandgötunni. Grýla afhendir fyrstu verðlaun karla og kvenna og svo tíu útdráttarverðlaun.

Hlaupið í ár er í samvinnu við hlaupahópa Hauka og FH sem sjá um brautarvörslu. Frá upphafi hefur Kaldárhlaup verið styrkt af Hópbílum, Fjarðarfréttum og Hafnarfjarðarbæ. Hlauparar hittast við Hafnarfjarðarkirkju kl. 12 og Hópbílar aka hlaupurunum í Kaldársel. Þaðan er hlaupið kl. 13 í hjarta Hafnarfjarðarbæjar þar sem Jólaþorpið stendur opið og tekur á móti hlaupurunum.

Mynd/Fjarðarfréttir

Ábendingagátt