Við ætlum fagna Þjóðhátíðardegi Íslands á 17. júní með fánasmiðju og vöfflum í miðstöðinni okkar í Vonarhöfn – Hafnarfjarðarkirkju (gengið inn frá Suðurgötu).

Endilega kíkið við og fáið ykkur kaffi og vöfflur. Á staðnum verður efniviður fyrir börnin til að búa til sína eigin fána.

Öll velkomin!

Vonarhöfn – Hafnarfjarðarkirkja
Strandgata 53
Gengið inn frá Suðurgötu

 

Get together er rekið af GETU – hjálparsamtökum sem styðja við hælisleitendur og flóttafólk með búsetu í Hafnarfirði og nágrenni. Við samtökin starfa sjálfboðaliðar í samstarfi við Hafnarfjarðarkirkju og Hafnarborg Menningarmiðstöð. Get together veitir öllu flóttafólki og hælisleitendum stuðning, óháð trú eða þjóðerni. Með reglulegum samverustundum og viðburðum er leitast við að rjúfa félagslega einangrun flóttafólks og stuðla að jákvæðu fjölmenningarlegu samfélagi.

https://fb.me/e/400MSDPJV

 

Ábendingagátt