Komdu og fagnaðu þjóðhátíð með okkur heima í Hafnarfirði 

Þjóðhátíðarveisla sem teygir anga sína víða um bæinn verður í boði víðsvegar um Hafnarfjörð. Þjóðhátíðardagurinn hefst með fánahyllingu á Hamrinum kl. 8 í boði Skátafélagsins Hraunbúa og lýkur með glæsilegri kvölddagskrá á Thorsplani.

 

8:00 Fánar dregnir að húni og fánahylling á Hamrinum

Skátafélagið Hraunbúar flaggar víðsvegar um bæinn.

9:00-13:00 Sjósund við Langeyrarmalir

Sjósundsfélagið Urturnar leiðbeina bæjarbúum við sjósund. Fargufan rjúkandi og Sundhöll Hafnarfjarðar opin.

10:00-14:00 Brettafélag Hafnarfjarðar Flatahrauni

Opið hús í hjólabrettaaðstöðunni á Flatahrauni 41. Hægt verður að koma og leika sér á hjólabrettum, BMX og hlaupahjólum. Aðgangur ókeypis!

10:00-18:00 Opið hús hjá Siglingaklúbbnum Þyt

Siglingafélagið Þytur verður með opið hús á Þjóðhátíðardaginn. Hægt er að fá að prófa að róa kajak, fara á SUP bretti, sigla kænum og jafnvel fara í siglingu á kjölbát sér að kostnaðarlausu.

10:30 Þjóðbúningasamkoma í Flensborg

Annríki – Þjóðbúningar og skart veitir aðstoð við að klæðast þjóðbúningum og hvetur Hafnfirðinga til að taka fram þjóðbúninga allra landa. Þjóðbúningamyndataka við Hafnarborg kl. 14:30.

11:00-13:00 Fölskylduhátíð Get Together í Vonarhöfn í Hafnarfjarðarkirkju

Þjóðhátíðardegi Íslands verður fagnað á 17. júní með fánasmiðju og vöfflum í Get together miðstöðinni í Vonarhöfn – Hafnarfjarðarkirkju (gengið inn frá Suðurgötu). Endilega kíkið við og fáið ykkur kaffi og vöfflur. Á staðnum verður efniviður fyrir börnin til að búa til sína eigin fána. Öll velkomin! Get together er rekið af GETU – hjálparsamtökum sem styðja við hælisleitendur og flóttafólk með búsetu í Hafnarfirði og nágrenni.

12:00 Hafnarborg

Gestir eru boðnir velkomnir á yfirstandandi sýningar safnsins, Á hafi kyrrðarinnar, verk eftir Hildi Ásgeirsdóttur Jónsson í aðalsal og Hikandi lína, verk eftir Elísabetu Brynhildardóttur í Sverrissal. Verið öll velkomin – aðgangur ókeypis, líkt og alla daga ársins.

  • Kl. 12:00-17:00 Þjóðbúningasýning
    Líkt og fyrri ár mun Annríki halda sérstaka þjóðbúningasýningu í Apótekinu á neðri hæð safnsins, þar sem sýndir verða þjóðbúningar karla og kvenna í gegnum tíðina og leitast við að varpa ljósi á þróun þeirra, auk þess sem lögð verður áhersla á prjónaðan fatnað á 18. og 19. öld, en sýningarnar hafa notið mikilla vinsælda á hverju ári.
  • Kl. 14:30 Þjóðbúningamyndataka við Hafnarborg

12:00 Bókasafn Hafnarfjarðar

Verið velkomin á Bókasafnið á þjóðhátíðardaginn! Tónlist, faldafreyjur, kaffi og með því – allt með sínu fasta of þjóðlega formi. Heimasætan verður skautuð og skrýdd í kyrtil, og fræðsla um íslenska búninginn verður samtímis, en það hefst kl 12:30. Tónlist, kaffi kleinur og yndislegheit allan daginn!

13:00 Skrúðganga frá Flensborgarskóla

Gengið niður Hringbraut, eftir Lækjargötu og inn Strandgötu að Thorsplani. Lúðrasveit Hafnarfjarðar, Skátafélagið Hraunbúar og víkingar leiða skrúðgönguna.

13:00-16:30 Íþróttahúsið Strandgötu

Badmintonfélag Hafnarfjarðar verður með opið hús þar sem hægt verður að prófa borðtennis og badminton. Einnig verður þrautabraut fyrir yngstu kynslóðina. Þá verður hægt að kaupa rjúkandi heitar vöfflur og kaffi til styrktar keppnisfólki félagsins. Fyrir utan íþróttahúsið verður hoppukastali.

 

13:30 -16:30 Hátíðarhöld á Thorsplani

Hátíðarhöldin í miðbæ Hafnarfjarðar hefjast með formlegri dagskrá og skemmtiatriðum á Thorsplani.

  • 13:30 Karlakórinn Þrestir
  • 13:35 Ávarp fjallkonu
  • 13:45 Setning hátíðarhalda – Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri
  • 13:55 Lára og Ljónsi
  • 14:15 Sirkus Íslands
  • 14:40 Víkingabardagi – Rimmugýgur
  • 15:00 Fimleikafélagið Björk – atriði frá vorsýningu
  • 15:05 Little Menace
  • 15:25 Listdansskólinn: Dúettinn EASE ON DOWN THE ROAD og STÖNDUM BÖKUM SAMAN – atriði frá vorsýningu
  • 15:35 Karen Björg Ingólfsdóttir tekur lag úr söngleiknum Syngjandi í rigningunni
  • 15:40 Latibær – Íþróttaálfurinn og Solla stirða
  • 16:10 Einar Aron töframaður býður upp á fjölskylduvæna og skemmtilega töfrasýningu

 Kynnir: Eygló Hilmarsdóttir leikkona

 

13:30-16:30 Hörðuvellir

  • Hringekja – frábært sextán manna tívolítæki fyrir allan aldur!
    Ókeypis aðgangur!
  • Hoppukastalar
  • Andlitsmálun barnanna sér um fría andlitsmálun frá kl. 13:30-16:30
  • Snæprinsessa og fjallagarpur verða á ferð um hátíðarsvæðið og heilsa upp á gesti frá kl. 14:00-16:00
  • Sölubásar og matarvagnar

13:30 -16:30 Austurgötuhátíð

  • Íbúar Austurgötu bjóða Hafnfirðinga og nærsveitarmenn velkomna og verður margt skemmtilegt og spennandi í boði líkt og fyrri ár.

Hrafnista/Sólvangur

Elvis Iceland heldur tónleika á Hrafnistu og Sólvangi.

Strandgata, stræti og torg

  • Hoppukastalar víðsvegar um hátíðarsvæðið
  • Matarvagnar Reykjavík Street Food við Thorsplan
  • Óvæntar uppákomur Listahóps Vinnuskóla Hafnarfjarðar
  • Skapandi sumarstörf verða á flakki á Austurgötunni og víðar í firðinum

Teymt undir börnum á hestum frá Hestamannafélaginu Sörla við endann á Austurgötunni frá kl. 14-16

11:00-18:00 VÍKINGAHÁTÍÐ Á Víðistaðatúni

Víkingahátíðin í Hafnarfirði fer fram á Víðistaðatúni dagana 14.-18. júní og er aðgangur ókeypis. Yfir 150 víkingar leggja leið sína í Hafnarfjörð innan og utan landsteinanna.

Dagskráin er fjölbreytt og mikið um að vera, þar má telja; bardagasýningu, handverksýningu, víkingaleiki, eldsmíði, jurtalitun, víkingaskóla fyrir börn, fjölbreyttir sölubásar, bogfimikeppni, veitingar & veigar. Fjöllistamaðurinn Björke snýr aftur eftir langa fjarveru og hljómsveitirnar Krauka og Hrafnboði spila fyrir gesti yfir daginn. Krauka spilar fyrir dansi á föstudags- og laugardagskvöld.

Hægt verður að prófa bæði bogfimi og axarkast gegn vægu gjaldi, allur ágóði rennur beint í Víkingahátíð í Hafnarfirði. Rimmugýgur býður ykkur velkomin á 26. hátíðina sem þau halda í Hafnarfirði.

11:00-17:00 Byggðasafn Hafnarfjarðar

Opið í öllum húsum og ókeypis aðgangur

Kl. 14:00 Lúðrasveit Hafnarfjarðar mun spila leikandi létta sumartónlist.

  • Pakkhúsið, Vesturgötu 6, ný þemasýning um lögregluna í Hafnarfirði, sýning um sögu Hafnarfjarðar og leikfangasýning.
  • Beggubúð, Kirkjuvegi 3b, verslunarminjasýning í þjóðhátíðaranda.
  • Sívertsens-húsið, Vesturgötu 6, saga Bjarna Sívertsen og heimili yfirstéttafjölskyldu frá upphafi 19. aldar.
  • Siggubær, Kirkjuvegur 10, nýuppgerður og endurnýjaður sem sýnishorn af heimili alþýðufjölskyldu frá upphafi 20. aldar.
  • Bookless Bungalow, Vesturgötu 32, sýning um þá Booklessbræður og erlendu útgerðina í Hafnarfirði á fyrri hluta 20. aldar.
  • Strandstígurinn, ný sýning með völdum ljósmyndum eftir hjónin í Kassahúsinu, Herdísi og Guðbjart.

14:00-16:00 Bláljósaakstur Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins ætlar í tilefni dagsins að aka um nokkrar götur sveitarfélagsins með blá ljós og íslenska fánann frá kl. 14-16. Því miður er ekki hægt að tímasetja nákvæmlega þar sem Slökkviliðið er á vaktinni eins og alltaf. Tökum vel á móti þeim, um að gera að fara út og fagna.

16:00 FRÍKIRKJAN – ÞAU

Hæ, hó, jibbí, jeij! Hljómsveitin ÞAU fagnar þjóðhátíðardeginum í heimabæ sínum, Hafnarfirði, með tónleikum í Fríkirkjunni kl. 16. ÞAU eru Rakel Björk Björnsdóttir, söng- og leikkona, og Garðar Borgþórsson gítar- og slagverksleikari. ÞAU flytja frumsamin lög við ljóð eftir vel valin íslensk skáld. ÞAU hlakka til að sjá ykkur!

 

19:00-22:00 Tónlistarveisla á Thorsplani

Kvölddagskrá í hjarta Hafnarfjarðar á sjálfan þjóðhátíðardaginn snýr aftur í hátíðarhöldunum á 17. júní. Fram koma ungir tónlistarmenn í bland við aðra reyndari.

  • 19:00 Ungir listamenn hita upp
  • 19:45 Gunnella Hólmarsdóttir leikkona og skemmtikraftur verður með létt uppistand og sprell
  • 20:00 Sigga Ózk
  • 20:15 Prettyboitjokkó
  • 20:30 Svala Björgvinsdóttir
  • 21:00 Páll Óskar

Kynnir: Eygló Hilmarsdóttir leikkona

 

Samgöngur og umferðalokanir

Miðbærinn verður lokaður fyrir bílaumferð á meðan á hátíðarhöldum stendur:

  • Strandgata við Lækjargötu
  • Linnetsstígur við Fjarðargötu og Hverfisgötu 23
  • Austurgata frá Linnetsstíg
  • Mjósund við Austurgötu
  • Tjarnabraut frá Arnarhrauni að Lækjarskóla
  • Bílastæði fatlaðra við Linnetsstíg 1

Bæjarbúar eru hvattir til að leggja bílum löglega nálægt miðbænum, ganga eða taka strætó á viðurðarstæði. Bendum á fjölmörg bílastæði við smábátahöfnina, Lækjarskóla, Tækniskólann, Flensborg, Íþróttahúsið við Strandgötu og Víðistaðaskóla.

Skiljum hundana eftir heima

Að gefnu tilefni er bent á að hundum líður betur heima en í mannmergð og fólksfjölda.

VINSAMLEGAST ATHUGIÐ AÐ HUNDAR ERU EKKI LEYFÐIR Á VIÐBURÐARSTÖÐUM.

Þjóðhátíðarnefnd

Kristjana Ósk Jónsdóttir
Einar Gauti Jóhannsson
Sigurður Pétur Sigmundsson

Framkvæmdanefnd

Tinna Dahl Christiansen
Geir Bjarnason
Margrét Gauja Magnúsdóttir
Stella Björg Kristinsdóttir
Bergþór Snær Gunnarsson

 

Dagskrá getur breyst án fyrirvara og viðburðir bæst við eða frestast.

Ábendingagátt