Gestir eru boðnir velkomnir á yfirstandandi sýningar í menningar- og listamiðstöðinni Hafnarborg, Á hafi kyrrðarinnar, verk eftir Hildi Ásgeirsdóttur Jónsson í aðalsal og Hikandi lína, verk eftir Elísabetu Brynhildardóttur í Sverrissal.

  • Kl. 12:00-17:00 Þjóðbúningasýning
    Líkt og fyrri ár mun Annríki halda sérstaka þjóðbúningasýningu í Apótekinu á neðri hæð safnsins, þar sem sýndir verða þjóðbúningar karla og kvenna í gegnum tíðina og leitast við að varpa ljósi á þróun þeirra, auk þess sem lögð verður áhersla á prjónaðan fatnað á 18. og 19. öld, en sýningarnar hafa notið mikilla vinsælda á hverju ári.
  • Kl. 14:30 Þjóðbúningamyndataka við Hafnarborg

Verið öll velkomin – aðgangur ókeypis, líkt og alla daga ársins.

Ábendingagátt