Aðdragandinn – jólabókadagskrá Bókasafns Hafnarfjarðar hefst! Við fögnum nýrri bók hvern þriðjudag í nóvember og endum svo með pompi og pragt á Kynstrunum öllum þann 2. desember

Fjórði gestur í jólaundirbúningi er Hafnfirðingurinn Ingi Markússon með bókina Svikabirta, bók tvö í þríleik, en fyrri bók hans Skuggabrúin kom út í fyrra og fékk frábærar viðtökur. Ingi Markússon er fæddur og uppalinn í Reykjavík og á Húsatóftum á Skeiðum. Hann er trúarbragðafræðingur að mennt með áherslu á mannshugann, galdra og táknfræði, auk þess að hafa lengi verið viðloðandi raftónlist.

Jólabókadagskrá Bókasafns Hafnarfjarðar:
7. nóvember – Nanna Rognvaldsdóttir : Valskan
14. nóvember – Eiríkur Örn Norðdahl : Náttúrulögmálin
21. nóvember – Ljóðakvöld : Anton Helgi Jónsson, Draumey Aradóttir og Eyrún Ósk Jónsdóttir
28. nóvember – Ingi Markússon : Svikabirta
Ábendingagátt