Barnahátíðin „Álfahátíð í Hellisgerði“ verður haldin sunnudaginn 27. ágúst 2023 frá kl. 14-16:30.

Dagskrá á sviði hefst um kl. 15 og stendur yfir til c.a. 16:30. Benedikt búálfur sér um að kynna dagskrána. Álfadrottning og álfakóngur verða á svæðinu á meðan á hátíðinni stendur auk þess verður boðið upp á sögustund, tónlistaratriði, sölutjald og fullt af álfum. Góðir gestir eru hvattir til að mæta klædd í álfabúninga en skilja hunda eftir heima. 

Aðgangur ókeypis og öll velkomin! 

Sjá viðburð á Facebook Álfahátíð í Hellisgerði | Facebook

Ábendingagátt