Gangan hefst við Áslandsskóla og er gengið upp á Ásfjall þar sem stríðsminjar eru skoðaðar. Síðan er farið í áttina að Grísanesi og slóða á Grísanesi fylgt í áttina að stíg sem umlykur Ástjörn. Gengið er að tóftum Ásbæjarins undir Ásfjalli áður en haldið er til baka að upphafsstað. 

Suðurhraun. Göngutími: 1,5-2,0 tímar

Fararstjórn: Jónatan Garðarsson

Sjá nánar á vefsíðu Ferðafélags Íslands

Verið öll velkomin, þátttaka ókeypis.  

Ábendingagátt