Ástvinamissir á efri árum

Að missa maka er mikið áfall og ein helsta ástæða fyrir félagslegri einangrun og einmanaleika meðal eldra fólks. Eftirlifandi makar lýsa gjarnan upplifun sinni þannig að lífið fari á hvolf. Ekkert sé eins og áður. Sorgin og einmanaleikinn eru systkin en það eru ýmiss bjargráð til og á þau þurfum við að einblína.

Þann 31. október nk. ætlar Guðrún Ágústsdóttir að vera með fræðsluerindi fyrir þau sem hafa misst ástvin á efri árum. Hún var formaður Öldungaráðs Reykjavíkur 2015­–2018 og svo ráðgjafi hjá Félagi eldri borgara í Reykjavík og Landssambandi eldri borgara. Í því starfi einbeitti hún sér meðal annars að einmanaleika aldraðra, en þar er makamissir áhættuþáttur. Guðrún missti maka sinn í janúar 2021 og hefur sagt frá þeirri reynslu í viðtölum. Þá samdi hún bæklinginn Við andlát maka sem Landssamband eldri borgara gaf út 2021.
Guðrún leiðir stuðningshópastarf hjá Sorgarmiðstöð fyrir þau sem missa maka á efri árum.

Skráning hér

Erindið hefst kl 18:00

Ábendingagátt