Komdu með í göngu!

Tómas Leó Halldórsson, grafískur hönnuður og myndlistamaður, leiðir listagöngu frá Bókasafni Hafnarfjarðar að Víðistaðatúni. Á leiðinni verða stórir fletir sem þátttakendur staldra við og teikna á með því að bregðast við því sem þau sjá, hafa séð á leiðinni og því sem nú þegar er komið á teikniflötinn. Sköpun og leikur eru hér í fyrirrúmi og eftir standa listaverk sem allir áttu þátt í að skapa. Gangan tekur um það bil tvær klukkustundir. Gengið verður frá Bókasafni Hafnarfjarðar.

Menningar- og heilsugöngur 2024

Í sumar er boðið upp á bæjargöngur með leiðsögn alla miðvikudaga. Göngurnar eru samstarfsverkefni Bókasafns Hafnarfjarðar, Byggðasafns Hafnarfjarðar, Hafnarborgar og Heilsubæjarins Hafnarfjarðar. Flestar göngur taka um klukkustund.

Komdu út að ganga í sumar!

Menningar- og heilsugöngur í Hafnarfirði sumarið 2024

Ábendingagátt