Fjölskylduvæn og fræðandi ganga með Steinar Björgvinssyni þar sem náttúran fær að njóta sín. Gengið er meðfram Hvaleyrarvatni þar sem fjallað verður um gróðurfar, landslag og lífverur á svæðinu – bæði stórt og smátt. Börn eru sérstaklega hvött til þátttöku, og áhersla er lögð á að kynnast náttúrunni með leik og forvitni að vopni.

📍 Gengið frá: Þöll við Kaldárselsveg
🌼 Tilvalið fyrir fjölskyldur með börn á öllum aldri.

Hafnarfjarðarbær býður upp á menningar- og heilsugöngur öll miðvikudagskvöld í sumar. Flestar göngurnar taka um klukkustund og hefjast kl. 20, nema annað sé tekið fram. Menningar- og heilsugöngur eru samstarfsverkefni Hafnarborgar, Byggðasafns Hafnarfjarðar, Bókasafns Hafnarfjarðar og Heilsubæjarins Hafnarfjarðar. Þátttaka er ókeypis og öll velkomin.

Ábendingagátt