Bláalónsþrautin verður haldin þann 10. júní 2023. Líkt og í fyrra verður einnig boðið upp á hálfa þraut 30 km og rafhjólaflokka 60 km og 30 km. Keppnin hefur verið stærsta fjallahjólakeppni á Íslandi í fjölda ára, þúsundir hafa klárað hina erfiðu leið frá Hafnarfirði til Grindavíkur um Dúpavatnsleið.  Kaldárselsvegur frá Hlíðarþúfum að Hvaleyrarvatnsvegi og Hvaleyrarvatnsvegur að Krísuvíkurvegi verður lokaður í um það bil 15 mínútur á meðan ræsingu stendur. Í beinu framhaldi verður Hvaleyrarvatnsvegur lokaður í um það bil 15 mínútur.

Allar upplýsingar um keppnina

Rástímar eru eftirfarandi:

  • Fyrsti ráshópur við Ásvallalaug 60 km. Ræsing kl. 18:00
  • Annar ráshópur við Ásvallalaug, rafhjól 60 km. Ræsing kl. 18:15
  • Þriðji ráshópur við Krísuvíkurkirkju 30 km. Ræsing kl. 18:30
  • Fjórði ráshópur við Krísuvíkurkirkju, rafhjól 30 km. Ræsing kl. 18:45

Takmarkaður fjöldi miða er í boði. Að venju býður Bláa lónið upp á bað og veitingar eftir keppni.

Blue Lagoon Challenge 2023 | Netskraning.is

 

Ábendingagátt