Á Bleika deginum eru landsmenn allir hvattir til að vera bleikir – fyrir okkur öll. Bera bleiku slaufuna, klæðast bleiku og lýsa skammdegið upp í bleikum ljóma svo allar konur sem greinst hafa með krabbamein finni stuðning okkar og samstöðu.

Bleika slaufan gefur í ár þeim sem hafa reynsluna orðið. Slaufan sjálf er hönnuð af Thelmu Björk sem berst við krabbamein. Bleika slaufan er rósetta, verðlaunagripur sem nældur er í hjartastað og er tileinkaður öllum þeim hetjum sem lifa með krabbameini.

Hafnarfjörður er baðaður í bleikum ljósum og ljóma þessa dagana og hvetur Hnarfjarðarbær  íbúa; Hafnfirðinga og vini Hafnarfjarðar til að taka bleikan göngutúr í fallegu haustveðrinu.

Ýmsar hugmyndir- heima og að heiman

  • Bleikt morgunkaffi
  • Bleikur hádegisverður
  • Skreyta vinnustaðinn
  • Klæðast einhverju bleiku
  • Hafa verðlaun fyrir fatnað og skreytingar

Sendið sögur og myndir

Krabbameinsfélagið hvetur alla til að senda sér skemmtilegar, bleikar myndir af sér og vinahópum eða vinnufélögum á netfangið: bleikaslaufan@krabb.is og mun félagið birta þær á facebooksíðu Bleiku slaufunnar. Merkið myndirnar #bleikaslaufan

Árverknisátak gegn krabbameinum

Bleikur október er árlegi árverknistími tileinkaður baráttunni gegn krabbameinum í konum. Í ár beinir Krabbameinsfélagið athyglinni að þeim sem lifa með krabbameini: „Hlustum á þær sem þekkja best þá lista ða lifa með ólæknandi krabbameini.“

Verum öll meðvituð! Verum öll bleik á Bleika deginum 2025!

 

Ábendingagátt