Félagasamtökin Framfarahugur sýnir áhrifamiklu leiksýninguna Breathe Respirar næsta laugardag 11. maí í Hamrinum. Sýningin byggir á reynslu og heimi ungra þátttakenda sem flest hafa flutt til Íslands vegna stríðs eða efnahagskreppu í heimalandi sínu. Leikstjóri er Hugrún Margrét og aðgangur ókeypis.

Samtökin fengu styrk frá styrktarsjóði geðheilbrigðis til að styðja við hugræna velferð ungmenna á flótta. Hópurinn hefur æft í safnaðarheimili Fríkirkjunnar í Hafnarfirði og sýnir í Hamrinum, þar sem þau gerðu búningana. „Einstaklingarnir sem standa að verkinu hafa gefið sig þúsundfalt í það, sýnt hugrekki, væntumþykju og húmor. Saman höfum við skapað þetta verk sem byggir á upplifunum, hugarheim og tilfinningum þeirra,“ segir Hugrún Margrét.

Sýningin í Hamrinum Suðurgötu 14 hefst hún kl. 15 í. „Sýningin er tilvalin fyrir þau sem vilja eiga ánægjulega og fjölþjóðlega stund. Þetta einstaka verk sem sýnir sammannlegu snertifleti menningarheima Venesúela, Sýrlands, Kúrdistan og Íslands,“ segir Hugrún Margrét.

Hér má sjá viðburðinn á Facebook.

 

Ábendingagátt