Opið í öllum húsum Byggðasafns Hafnarfjarðar og ókeypis aðgangur

Kl. 14:00 Lúðrasveit Hafnarfjarðar mun spila leikandi létta sumartónlist.

  • Pakkhúsið, Vesturgötu 6, ný þemasýning um lögregluna í Hafnarfirði, sýning um sögu Hafnarfjarðar og leikfangasýning.
  • Beggubúð, Kirkjuvegi 3b, verslunarminjasýning í þjóðhátíðaranda.
  • Sívertsens-húsið, Vesturgötu 6, saga Bjarna Sívertsen og heimili yfirstéttafjölskyldu frá upphafi 19. aldar.
  • Siggubær, Kirkjuvegur 10, nýuppgerður og endurnýjaður sem sýnishorn af heimili alþýðufjölskyldu frá upphafi 20. aldar.
  • Bookless Bungalow, Vesturgötu 32, sýning um þá Booklessbræður og erlendu útgerðina í Hafnarfirði á fyrri hluta 20. aldar.
  • Strandstígurinn, ný sýning með völdum ljósmyndum eftir hjónin í Kassahúsinu, Herdísi og Guðbjart.
Ábendingagátt