Föstudaginn 28. júní kl. 17, bjóðum við ykkur velkomin á fjölskyldutónleika undir yfirskriftinni „Fiðurfé og fleiri furðuverur“, sem haldnir eru í tengslum við Bjarta daga í Hafnarfirði, en tónleikarnir eru hluti af Sönghátíð í Hafnarborg 2024. Þá munu Hallveig Rúnarsdóttir, sópran, Jón Svavar Jósefsson, baritón og Hrönn Þráinsdóttir, píanóleikari, flytja fjöruga dagskrá fyrir alla fjölskylduna. Einnig taka þátt börn af tónlistar- og myndlistarnámskeiði Hafnarborgar.

Aðgangur ókeypis – sjáumst í Hafnarborg.

Ábendingagátt