Hljómsveitin Fjaðrafok heldur tvenna fjöruga 1920‘s tónleika og ördansiball fyrir framan Pakkhús Byggðasafns Hafnarfjarðar með lindy-hop dönsurum, sem jafnvel kenna áhugasömum dansspor. Fyrri tónleikarnir hefjast kl. 13 en þeir seinni kl. 14:30.

 

Hljómsveitin Fjaðrafok einbeitir sér að tventís-tónlistinni kynngimögnuðu sem nýtur sívaxandi vinsælda enn á ný um allan heim. Það myndast ávallt skemmtileg stemning í hvert sinn sem 1920s tónlist hljómar! Í hljómsveitinni Fjaðrafok er tónlistarfólk úr mismunandi áttum sem mætast í hljóðheimi frumdjassins.

 

Árin 1920-1930 var glysfullur tími þar sem fólk sletti vel úr klaufunum eftir erfiðan tíma spænsku veikinnar. Nú er 2023, COVID-19 faraldur í rénun og tími til að gleðjast á ný! Baðið ykkur í dansandi tventís-gleði! Ef veður er vont verða tónleikarnir færðir inn eða fluttir á annan tíma.

Ábendingagátt