Hrafnhildur Helgadóttir, hjúkrunarfræðingur, kennari og faggildur Gottman leiðbeinandi, mætir á foreldramorgunn og spjallar við okkur um margvísleg málefni sem nýtast þeim sem eru að feta sín fyrstu skref með nýtt kríli.

Meðal umræðuatriða verður m.a.:

  • Ég, þú við, undirbúningur fyrir foreldrahlutverkið.
  • Barnið heim, hvað svo? Áskoranir í nýju hlutverki.
  • Þroski barna og tengslamyndun.
  • Hvernig leysum við ágreining?
  • Hvernig höldum við nándinni?


Við hvetjum foreldra til að mæta með krílin og góða skapið í kaffi, kruðerí og fræðslu á Bókasafni Hafnarfjarðar

Ábendingagátt