Við erum þorpið: „Framtíðin er björt ef við viljum það öll“

Opinn fundur með ungmennum og fyrir ungmennin, fjölskyldur þeirra og öll áhugasöm

Hafnarfjarðarbær boðar til opins íbúafundar með ungmennum, fjölskyldum og öllum áhugasömum um eigin málefni, líðan og öryggi. Fundurinn verður haldinn í Bæjarbíó þriðjudaginn 8. október kl. 17:30. Foreldrar og heimilin eru öryggisnetið og þurfa að standa saman og taka virkan þátt og sveitarfélagið mikilvægt stuðningsnet. Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri opnar samtalið.

Eva Mattadóttir stýrir stundinni, samtali og umræðum og verður áhersla lögð á að gestir geti komið hugmyndum sínum og skoðunum á framfæri með skilvirkum og gagnvirkum hætti. Markmiðið er að safna saman hugmyndum og tillögum að aðgerðum sem snúa að öryggi og vellíðan barna og ungmenna í „þorpinu“ sínu. Í pallborði sitja fulltrúar frá ungmennum, lögreglu og sveitarfélagi og hefst umræðan með sterkum skilaboðum frá hverju og einu þeirra til gesta í sal.

Saman erum við þorpið – vertu með!

Tölum saman og látum hugmyndirnar flæða. Hugmyndir og tillögur frá fundi verða lagðar fram til umræðu í fræðsluráði og fjölskylduráði og verða fóður í fyrirhugaða fundi, aðgerðaáætlun og forgangsröðun forvarnarverkefna.
Þessi fundur er fyrsti upphafsfundur fyrirhugaðrar fundaraðar Hafnarfjarðarbæjar og heilsubæjarins Hafnarfjarðar um málefni barna og ungmenna, líðan þeirra og öryggi.

Ábendingagátt