Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Opinn fundur með ungmennum og fyrir ungmennin, fjölskyldur þeirra og öll áhugasöm
Hafnarfjarðarbær boðar til opins íbúafundar með ungmennum, fjölskyldum og öllum áhugasömum um eigin málefni, líðan og öryggi. Fundurinn verður haldinn í Bæjarbíó þriðjudaginn 8. október kl. 17:30. Foreldrar og heimilin eru öryggisnetið og þurfa að standa saman og taka virkan þátt og sveitarfélagið mikilvægt stuðningsnet. Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri opnar samtalið.
Eva Mattadóttir stýrir stundinni, samtali og umræðum og verður áhersla lögð á að gestir geti komið hugmyndum sínum og skoðunum á framfæri með skilvirkum og gagnvirkum hætti. Markmiðið er að safna saman hugmyndum og tillögum að aðgerðum sem snúa að öryggi og vellíðan barna og ungmenna í „þorpinu“ sínu. Í pallborði sitja fulltrúar frá ungmennum, lögreglu og sveitarfélagi og hefst umræðan með sterkum skilaboðum frá hverju og einu þeirra til gesta í sal.
Tölum saman og látum hugmyndirnar flæða. Hugmyndir og tillögur frá fundi verða lagðar fram til umræðu í fræðsluráði og fjölskylduráði og verða fóður í fyrirhugaða fundi, aðgerðaáætlun og forgangsröðun forvarnarverkefna. Þessi fundur er fyrsti upphafsfundur fyrirhugaðrar fundaraðar Hafnarfjarðarbæjar og heilsubæjarins Hafnarfjarðar um málefni barna og ungmenna, líðan þeirra og öryggi.
Við erum þorpið: Hegðun og líðan unga fólksins Fræðslukvöld fyrir foreldra, forsjáraðila og öll áhugasöm Fræðslukvöld með sálfræðingum Hafnarfjarðarbæjar…