
Byggðasafn Hafnarfjarðar stendur fyrir fyrirlestraröðinni Fróðleiksmolar sem haldnir verða síðasta miðvikudag í hverjum mánuði í vetur.
Næstu Fróðleiksmolar verða haldnir miðvikudagskvöldið 26. mars kl. 20:00 í Bookless Bungalow, Vesturgötu 32.
Dagskrá kvöldsins 26. mars:
Skúli Ómarsson sagnfræðingur:
Hernámið í framkvæmd: Störf bresk-íslensku leigumatsnefndarinnar 1940–1942
Þorgerður Hjelm Daníelsdóttir fornleifafræðingur:
Vitnisburður um varðveislu: Endurspeglar safnkostur hljóðfærasögu Íslands?
Hlökkum til að sjá ykkur.