![](https://hafnarfjordur.is/wp-content/uploads/2022/12/kbw_janus_MG_4490-1800x1200.jpg)
Fjölþætt heilsuefling 65+ í Hafnarfirði
Kynningarfundur verður hjá Janusi heilsueflingu um Fjölþætta heilsueflingu í Hafnarfirði á nýju ári 2025 fyrir Hafnfirðinga, 65 ára og eldri fimmtudaginn 30. janúar kl. 14:30. Kynningarfundurinn verður haldinn í sal Félags eldri borgara í Hafnarfirði.
Janus Guðlaugsson, PhD-íþrótta- og heilsufræðingur fer yfir verkefnið, kynnir ávinning af verkefninu og nýjar niðurstöður mælinga frá þátttakendum frá árunum 2017 til 2024 sem hann kynnti á Læknadögum nýlega.
Hafnarfjarðarbær er stoltur samstarfsaðili Janusar heilsueflingu sem vinnur að bættri heilsu og lífsgæðum eldri borgara.
Öll velkomin.