Fyrirtæki ársins í Hafnarfirði verður valið miðvikudaginn 26. mars næstkomandi við hátíðlega athöfn í Hafnarborg. Dagskráin í ár er ekki af verri endanum. Það verður boðið upp á léttar veitingar í fljótandi og föstu formi og verða gestir leystir út með veglegum gjafapoka.

Hvatningarverðlaun markaðsstofunnar voru fyrst afhent árið 2017 en þau verðlaun eru núna nefnd Fyrirtæki ársins í Hafnarfirði. Verðlaun og viðurkenningar eru veittar fyrirtækjum sem hafa skarað framúr, vakið eftirtekt fyrir störf sín eða lyft upp bæjaranda Hafnarfjarðar með starfsemi sinni og athöfnum. Þau eru þakklætisvottur fyrir óeigingjarnt starf við að gera Hafnarfjörð að betra samfélagi.

Dagskrá
18:00 – Húsið opnar & fordrykkur
18:30 – Fyrirtæki ársins valið
19:00 – Léttar veitingar
19:10 – Skemmtiatriði
20:00 – Viðburði lýkur

Gestir fá veglega gjafapoka áður en heim er haldið

Hvar og hvenær
Miðvikudaginn 26.mars kl. 18:00 – 20:00 í Hafnarborg

Skráningarfrestur til og með 25. mars

Tilnefningar
Markaðsstofu Hafnarfjarðar barst fjölmargar tilnefningar og eru þau fimm fyrirtæki sem tilnefnd eru sem fyrirtæki ársins:

– Nándin
– Ísfell
– Bæjarbíó
– Fjörukráin
– Gulli Arnar

Hlökkum til að sjá sem flest, öll velkomin

Ábendingagátt