Kraftur og gróska í listalífinu í Hafnarfirði endurspeglast í viðburðinum Gakktu í bæinn föstudaginn 2. júní kl. 18-21 þegar listamenn, hönnuðir og handverksfólk opna vinnustofur sínar fyrir gestum og gangandi og söfn og verslanir í miðbænum verða með opið fram á kvöld.

  • Gára handverk, Fornubúðum 8. Fallegir handmótaðir leirmunir sex leirlistakvenna.
  • Íshús Hafnarfjarðar, Strandgötu 90. Starfsemi Íshúss Hafnarfjarðar samanstendur af 30 verkstæðum og vinnustofum einyrkja og minni fyrirtækja í skapandi greinum. Flóran er afar fjölbreytt og meðal annars er í húsinu stunduð keramik hönnun, myndlist, vöruhönnun, ritlist, tréskipasmíði og gullsmíði.
  • Annríki, þjóðbúningar og skart, Suðurgötu 73. Gestum boðið að ganga í bæinn hjá Annríki en þar verður til sýnis fjölbreytt búningaflóra og fróðleikur í boði Annríkishjóna Hildar og Ása.
  • Lífsgæðasetur St. Jó, Suðurgötu 41. Á St. Jó starfar hópur fagfólks og samtaka sem vinna að því að auka lífsgæði fólks. Við bjóðum upp á mjög svo fjölbreytta þjónustu. Má þar nefna ýmsa ráðgjöf og samtalsmeðferð, fræðslu, nudd, heilun, dáleiðslu, ýmislegt tengt meðgöngu heilsuvernd, og sjúkraþjálfun, auk þess sem að Alzheimersamtökin, Parkinson og Sorgarsamtökin styrkja okkur með sinni fjölbreyttu og mikilvægu starfsemi. Hjartanlega velkomin.
  • Genau vinnustofa, Strandgötu 43. Systurnar Katrín Þórey Gullsmiður og Elísabet María fatahönnuður taka vel á móti gestum.
  • Hafnarborg, Strandgötu 34. Gestum verður boðið að skyggnast á bak við tjöldin í safninu meðan unnið er að uppsetningu nýrra sýninga, sem opnaðar verða laugardaginn 10. júní kl. 14: Á hafi kyrrðarinnar eftir Hildi Ásgeirsdóttur Jónsson og Hikandi lína eftir Elísabetu Brynhildardóttur.
  • Garnbúð Eddu, Strandgötu 39.
  • Litla gæludýrabúðin, Strandgötu 32. Allt fyrir dýrin!
  • Penninn Eymundsson, Strandgötu 31.
  • Lilja Boutique, Strandgötu 21. Selur dömufatnað frá París og Ítalíu einnig fylgihluti svo sem hálsklúta og skart
  • Litla Gallerý, Strandgötu 19. Litla Gallerý er hafnfirskur vettvangur fyrir listafólk sem sækist eftir því að koma faglegri listsköpun sinni á framfæri við almenning og þannig vera virkur þátttakandi í íslenskri samtímalist. Nú stendur yfir sýning á verkum Svövu Daggar(SVAVS). Verkin á þessari sýningu eru afrakstur síðustu tíu mánaða þar sem hún leitast við að rannsaka fólk og það sem það segir án þess að það sé beinlínis segja það. Sýningin er opin til 21:00 og allir hjartanlega velkomnir.
  • Litla Hönnunar Búðin, Strandgötu 19. Litla Hönnunar Búðin verður opin til kl 21:00, það verða léttar veitingar og skemmtilegheit um kvöldið svo verið hjartanlega velkomin <3
  • Zkrem, Strandgötu 17.
  • Súfistinn, Strandgötu 9. Loksins aftur kvöldopnun! Súfistinn tekur á móti sumrinu og Björtum dögum með ekta dönsku smurbrauði. Í samstarfi við hafnfirska eðalkokkinn Ragnar Pétursson verður boðið upp á POP UP eldhús þar sem framreitt verður úrvals smurbrauð. Kíkið við og kítlið bragðlaukana með úrvals snittum í allt sumar!
  • Bókasafn Hafnarfjarðar, Strandgötu 1. Smiðjur, listaverkasammálun, tónlistarhorn og fleira skemmtilegt fyrir gesti og gangandi á Bókasafninu.
  • Byggðasafn Hafnarfjarðar, Vesturgötu 6. Í Pakkhúsinu eru að öllu jöfnu þrjár sýningar í gangi í einu, fastasýning um sögu bæjarins, leikfangasýning og þemasýning sem nú fjallar um lögregluna í Hafnarfirði. Ókeypis aðgangur.
Ábendingagátt