Kraftur og gróska í listalífinu í Hafnarfirði endurspeglast í viðburðinum Gakktu í bæinn föstudaginn 7. júní kl. 18-21 þegar listamenn, hönnuðir og handverksfólk opna vinnustofur sínar fyrir gestum og gangandi og söfn og verslanir í miðbænum verða með opið fram á kvöld. Einnig verða matarvagnar á Thorsplani. 

 

 • Gára handverk, Fornubúðum 8. Fallegir handmótaðir leirmunir sex leirlistakvenna.
 • SIGN, Fornubúðum 12, þar sem fallegir skartgripir eru hannaðir og smíðaðir. 
 • RAMBA, Fornubúðum 10 verslun með sérvaldar hágæða hönnunar- og heimilisvörur.  
 • ÆGIR220, Standgötu 90. – Opið hjá Ægi á Gakktu í bæinn 17-20:30. Tónleikar með hljómsveitinni Möllett kl. 21. 
 • Genau vinnustofa, Strandgötu 43. Systurnar Katrín Þórey Gullsmiður og Elísabet María fatahönnuður taka vel á móti gestum. 
 • STRAND49, Strandgötu 49.Klara og Birna taka hlýlega á móti gestum og gangandi og bjóða upp á sætan bita og búbblur. Strand49 selur fallegar gjafa– og lífstílsvörur fyrir alla aldurshópa. Verslunin verður opin til kl 21. Hlökkum til að s ykkur!
 • Hafnarborg, Strandgötu 34. Í safninu standa nú yfir sýningarnar Kassíópeia eftir Guðnýju Guðmundsdóttur og Í tíma og ótíma, þar sem getur að líta verk eftir Örnu Óttarsdóttur, Leslie Roberts og Amy Brener. Boðið verður upp á sérfræðileiðsögn um sýningarnar kl. 19:30.
 • Tíra, Strandgata 29. Opið til 21, velkomin í litlu sætu hönnunarbúðina Tíru.
 • Litla gæludýrabúðin, Strandgötu 32. Allt fyrir dýrin! 
 • Penninn Eymundsson, Strandgötu 31. 
 • Lilja Boutique, Strandgötu 21. Selur dömufatnað frá París og Ítalíu einnig fylgihluti svo sem hálsklúta og skart. 20% afsláttur af öllum hörfatnaði.  
 • KAKI, Strandgötu 11. Fatnaður fyrir konur á öllum aldri. Fatnaður frá París og Italíu. Klútar, skart, töskur og fleira!  
 • POPUP gróðurhúsið Thorsplani, netverslunin piparogsalt.is býður uppá vandaðar og fallegar vörur fyrir þig og þitt heimili. Vínylmottur, heimilistextíl og aðrar nytsamlegar vörur. 
 • Matarvagnar frá Reykjavík Street Food, Thorsplan. Vöffluvagninn, Little Italy og Kebabco.
 • Litla Gallerý, Strandgötu 19. Litla Gallerý er hafnfirskur vettvangur fyrir listafólk sem sækist eftir því að koma faglegri listsköpun sinni á framfæri við almenning og þannig vera virkur þátttakandi í íslenskri samtímalist. LG býður gesti velkomna á sýninguna “Á meðal” með listamönnunum Írisi Ásmundar dansara og Nicolas Ipina ljósmyndara og grafísks hönnuðar . 
 • Litla Hönnunar Búðin, Strandgötu 19. Litla Hönnunar Búðin verður opin til kl 21:00, það verða léttar veitingar og skemmtilegheit um kvöldið svo verið hjartanlega velkomin <3 
 • Zkrem, Strandgötu 17. Hér færðu öll þau krem og sápur sem öll fjölskyldan þarf, frá pólska framleiðandanum Ziaja. Það verður opið til 21:00, lukkuhjól og léttar veitingar. 
 • Bókasafn Hafnarfjarðar, Strandgötu 1. Við verðum með blómaskiptimarkað, svo endilega mættu með afleggjara, frá 17:00 til 19:00 verður andlitsmálun fyrir börn, við kynnum þemakassana okkar, sem hafa verð að ferðast með sögur, fróðleik og forvitnilega hluti á milli leikskóla og skóla. Njótum ljúfrar kvöldstemmingar á Bókasafninu.  
 • Byggðasafn Hafnarfjarðar, Vesturgötu 6. Sýningaropnun kl.17 þemasýningarinnar Þorp verður bær; Hafnarfjörður 1960 – 1975. Gert er grein fyrir íbúafjölguninni á þessum árum og hvað það hafði í för með sér. Uppbygging nýrra hverfa, ný atvinnutækfæri, fjölgun skóla og bætt íþróttaaðstaða.
  Að vanda er föst sýning um sögu bæjarins frá landnámi til okkar daga og svo er á efstu hæð leikfangasýning sem er sérstaklega ætluð börnum. Opið til kl.21. Ókeypis aðgangur. 

 

 

 

Ábendingagátt