Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Kiwanisklúbburinn Hraunborg í Hafnarfirði mun á miðvikudaginn kemur 22. mars standa að skákmóti 5.-7. bekkja úrvalsskáksveita níu grunnskóla Hafnarfjarðar. Einkunnarorð Kiwanishreyfingarinnar hér á landi eru „Börnin fyrst og fremst“ og hefur Hraunborg lagt sig fram um að halda þeim fram í vitnisburði sínum og verkum og einkum látið sig varða hag og heill barna og ungmenna í bænum. Teflt verður með nýjum töflum sem Hraunborg leggur til mótsins og mun að því loknu færa hverjum grunnskóla í bænum tvö töfl að gjöf.
Skákmenn þeirra þriggja skáksveita, sem ná hæstri vinningatölu og liðsstjóri þeirra, verða sæmdir verðlaunapeningum. Sigursveitin mun að auki taka við glæstum Sigurbikar, sem verður farandbikar, til varðveislu í skóla sínum fram að næsta grunnskólamóti fyrrgreindra bekkja í Hafnarfirði. Helgi Ólafsson, einn fremsti og þekktasti stórmeistari Íslands mun stjórna mótinu og vera dómari þess. Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri í Hafnarfirði mun leika upphafsleik grunnskólaskákmótsins og hefja það með honum.
Með grunnskólaskákmótinu stefnir stjórn Hraunborgar að því að efla skáklíf í Hafnarfirði og einkum innan grunnskólanna og lítur svo á að með því sé vel fylgt fyrrgreindum einkunnarorðum Kiwanis. Að læra að tefla á unga aldri eftir settum skákreglum hefur mikið uppeldisgildi, eykur félagsþroska, skerpir rökhugsun og sjálfsaga og skilninginn á því að mikilvægt sé að taka ábyrgð á gerðum sínum og virða tímamörk, sem allt varðar veginn fram til farsældar, gagns og gleði.