Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Þriðjudaginn 5. nóvember kl. 12 bjóðum við ykkur velkomin á næstu hádegistónleika í Hafnarborg en að þessu sinni verður Kristín Sveinsdóttir, mezzósópran, gestur Antoníu Hevesi, píanóleikara og listræns stjórnanda tónleikaraðarinnar. Þá er yfirskrift tónleikanna „Buxnaaríur og pilsasöngur“ en saman munu Kristín og Antonía flytja tónsmíðar eftir Strauss, Händel og Mozart.
Kristín Sveinsdóttir, mezzósópran, lauk burtfararprófi frá Söngskólanum í Reykjavík haustið 2013 undir leiðsögn Hörpu Harðardóttur en á Íslandi hefur Kristín einnig sótt söngtíma til Sigríðar Ellu Magnúsdóttur. Eftir að hafa tekið þátt í tónleikaferðalagi til að fylgja eftir plötu Bjarkar Guðmundsdóttur, Biophilia, hóf Kristín nám í klassískum söng við Tónlistarháskólann í Vínarborg árið 2014. Þá tók Kristín sér rúmlega ársleyfi frá skólanum í Vín til að syngja við óperustúdíóið Accademia del Teatro alla Scala í Mílanó, þar sem hún kom fram sem einsöngvari á ýmsum tónleikum og óperuuppfærslum, meðal annars sem önnur dama í Töfraflautunni eftir Mozart undir stjórn Adam Fisher, á árlegum jólatónleikum La Scala undir stjórn Franz Welser Möst og í uppfærslu á Der Rosenkavalier eftir Strauss undir stjórn Zubin Mehta. Kristín sneri svo aftur til Vínarborgar eftir dvölina í Mílanó til þess að ljúka námi sínu og kom reglulega fram sem einsöngvari í skólaverkefnum og öðrum viðburðum.
Kristín hefur verið búsett á Íslandi frá 2020 og er ein af stofnendum Kammeróperunnar. Þá starfar hún sem forskóla- og söngkennari í Tónskóla Sigursveins, er meðlimur í Kammerkvartettinum og kemur reglulega fram sem einsöngvari við ýmis tilefni, svo sem á tónleikum og í óperusýningum. Á komandi leikári mun Kristín svo syngja hlutverk Cherubino í Brúðkaupi Fígarós í samstarfsverkefni Kammeróperunnar og Borgarleikhússins, auk þess að koma fram sem einsöngvari í Óperuveislu með Ólafi Kjartani og Sinfóníuhljómsveit Íslands í apríl 2025.
Antonía Hevesi, píanóleikari, hefur frá upphafi verið listrænn stjórnandi hádegistónleika í Hafnarborg, sem hafa verið fastur liður í dagskrá safnsins síðan 2003. Þar hefur Antonía fengið til liðs með sér marga af fremstu söngvurum landsins en markmiðið með tónleikunum að veita gestum tækifæri til að njóta lifandi tónlistarflutnings í góðu tómi. Þá fara hádegistónleikarnir að jafnaði fram fyrsta þriðjudag hvers mánaðar yfir vetrartímann.
Tónleikarnir hefjast kl. 12 og standa yfir í um hálfa klukkustund. Húsið opnar kl. 11:30 og tónleikarnir eru öllum opnir á meðan húsrúm leyfir. Aðgangur ókeypis.
Kristilegir stórtónleikar Elínar Óskar Óskarsdóttur Bæjarlistamanns Hafnarfjarðar 2006 laugardaginn 22. febrúar 2025 í boði Boðunarkirkjunni haldnir í Langholtskirkju. Miðaverð…