Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Finndu tengilið farsældar fyrir barnið þitt og úrræðalista skóla og Hafnarfjarðarbæjar.
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Þriðjudaginn 2. maí kl. 12 bjóðum við ykkur velkomin á síðustu hádegistónleika vetrarins í Hafnarborg en þá mun Valgerður Guðnadóttir, sópran, koma fram ásamt Antoníu Hevesi, píanóleikara og listrænum stjórnanda tónleikaraðarinnar. Að þessu sinni bera tónleikarnir yfirskriftina „Söngleikir: Gullöldin“ en tónleikarnir marka jafnframt lok tuttugasta starfsárs hádegistónleikaraðarinnar.
Valgerður Guðnadóttir, sópran, útskrifaðist frá The Guildhall School of Music and Drama í London árið 2000 en áður hafði hún lokið 8. stigi í söng með láði frá Söngskólanum í Reykjavík. Valgerður hóf feril sinn sem María Magdalena í Jesus Christ Superstar í Verzlunarskóla Íslands. Í kjölfarið fór hún með hlutverk Dala-Völu í sjónvarpsleikritinu Þið munið hann Jörund í leikstjórn Óskars Jónassonar og Maríu í West Side Story í Þjóðleikhúsinu 18 ára gömul. Þá fór Valgerður með hlutverk Mömmu klikk í samnefndu leikriti eftir bók Gunnars Helgasonar og hlaut fyrir það tilnefningu til Grímunnar. Hún lék hlutverk Maríu í Söngvaseið í Borgarleikhúsinu en fyrir það hlaut hún Grímuna sem söngvari ársins árið 2009. Á meðal óperuhlutverka Valgerðar má nefna Papagenu í Töfraflautunni, Mercedes í Carmen, Barbarinu í Brúðkaupi Fígarós og Bertu í Rakaranum frá Sevilla en fyrir það hlutverk hlaut hún tilnefningu til Íslensku tónlistarverðlaunanna árið 2016.
Valgerður hefur komið víða fram sem einsöngvari hér heima og erlendis og haldið fjölda tónleika, s.s. ljóðatónleika, tangótónleika og jazztónleika. Hún söng á opnunartónleikum Hörpu árið 2011 og hefur komið fram sem einsöngvari með Sinfóníuhljómsveit Íslands, svo sem á Klassíkinni okkar, Vínartónleikum, Disney-tónleikum, James Bond-veislu og á jólatónleikum hljómsveitarinnar. Valgerður söng einsöng með Óperudraugunum í Hörpu, á jólatónleikum Kristjáns Jóhannssonar og með Frostrósum um árabil svo dæmi séu tekin. Hún söng jafnframt hlutverk Völvunnar í Völuspá eftir Þorvald Bjarna Þorvaldsson með Sinfonia Nord í Hofi, Akureyri, og í Færeyjum 2016 og 2018. Einnig hefur Valgerður léð Disney-persónum eins og Pocahontas og Litlu hafmeyjunni rödd sína og talsett ótal fleiri teiknimyndir. Valgerður var fjallkona Reykjavíkur árið 2014 og hlaut starfslaun listamanna árið 2017 til 12 mánuða.
Antonía Hevesi, píanóleikari, hefur frá upphafi verið listrænn stjórnandi hádegistónleika í Hafnarborg, sem hafa verið fastur liður í dagskrá safnsins síðan 2003. Þar hefur Antonía fengið til liðs með sér marga af fremstu söngvurum landsins en markmiðið með tónleikunum að veita gestum tækifæri til að njóta lifandi tónlistarflutnings í góðu tómi. Þá fara hádegistónleikarnir að jafnaði fram fyrsta þriðjudag hvers mánaðar yfir vetrartímann.
Tónleikarnir hefjast kl. 12 og standa yfir í um hálfa klukkustund. Húsið opnar kl. 11:30 og tónleikarnir eru öllum opnir á meðan húsrúm leyfir. Aðgangur ókeypis.