Miðvikudaginn 11. september klukkan 20 og 21

Dáleiðsluslökun fyrir Hamingju

Dáleiðsluslökun er leidd djúpslökun sem felur í sér að dáleiðandinn slakar hópnum niður í notarlega slökun, svipað og í Yoga Nidra. Í þessu slökunarástandi er hægt að vinna með undirvitundina og gera þar dásamlegar breytingar, eins og að losa um kvíða, stress og streitu og auka hamingju, allt eftir því hvert markmið slökunarinnar er.

Á meðan á slökuninni stendur beinum við athyglinni að jákvæðum hugsunum og því sem færir okkur gleði og hamingju í lífinu. Við notumst við jákvæðar staðhæfingar og nýtum ímyndunaraflið til þess að skapa okkur meiri hamingju. Sú aðferð getur verið gagnleg til vinna í kvíða, þunglyndi, svefnvandamálum, fíkn af öllum toga, krónískum verkjum og öðrum andlegum vandamálum.

Hugurinn okkar skiptist í meðvitund og undirvitund. Við erum meðvituð um aðeins 5% af því sem gerist í huganum okkar og restin er í undirvitundinni. Þess vegna er oft erfitt að gera breytingar (þó við séum búin að ákveða eitthvað í meðvitundinni) þar sem að í undirvitundinni eru forrit, gildi trú og fleira sem eru ekki með sömu áform. Tíminn með Jennýju hjálpar okkur að undirmeðvitundinni.

Jenný hjá Faðmi er meðferðardáleiðari og sérfræðingur í Hugrænni Endurforritun. Hugræn Endurforritun getur verið gagnleg til vinna í kvíða, þunglyndi, svefnvandamálum, fíkn af öllum toga, krónískum verkjum og öðrum andlegum vandamálum. Hugræn Endurforritun hefur reynst vel fyrir eldri börn og unglinga, jafnt sem fullorðna og er fyrir alla sem vilja bæta líðan á skjótvirkan máta.

Takmarkað pláss og skráning því nauðsynleg með tölvupósti á jenny@fadmur.is

Jenný hjá Faðmi, í samstarfi við Heilsubæinn Hafnarfjörð, leiðir HamingjuDáleiðslu í jógasal Lífsgæðasetursins á 4. hæð.

Ábendingagátt