Þriðjudaginn 17. september kl. 20

Nú finnum við leiðina að hamingjunni. Tengsl, leiðir út úr einmanaleika og ræktun sjálfskærleika verða viðfangsefnin. Þetta er kvöld þar sem við ætlum að hafa gaman saman, tengjast í söng og gleði. Kvöld sem kemur á óvart og rennur ljúflega í minningarbankann og við sækjum aftur og aftur í fyrir góð ráð.

  • Aðalbjörg Stefanía Helgadóttir, hjúkrunarfræðingur og höfundur bókarinnar Einmana, fer yfir leiðir út úr einmanaleikanum.
  • Theodór Francis Birgisson, ráðgjafi og vikulegur gestur í Bítinu á Bylgjunni, talar um tengsl á léttum nótum.
  • Linda Baldvinsdóttir, lífsmarkþjálfi og samskiptaráðgjafi, fræðir okkur um sjálfsást
  • Sigga Kling, rithöfundur og fyrirlesari, gefur okkur upp leiðina að hamingjunni.

Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri opnar og Guðrún Árný söngkona rammar kvöldið inn með því að stýra samsöng og gleði.

Þetta er kvöld sem getur breytt lífinu, veitir okkur lausnir. Það verður gaman, það verður hlegið. Þetta er innihaldsríkt kvöld sem ekkert okkar ætti að láta framhjá okkur fara.

Ábendingagátt