Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Finndu tengilið farsældar fyrir barnið þitt og úrræðalista skóla og Hafnarfjarðarbæjar.
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Laugardaginn 27. september kl.17
Hamingjutónlist í Melodicatjaldinu í Hellisgerði
Öllu verður tjaldað til í Melodicatjaldinu þar sem koma fram þrjú atriði.
Viðburðurinn er fyrsti pop-up viðburðurinn í tengslum Melodica Festival Hafnarfjörður hátíðina. Hátíðin verður áfram á dagskrá á vorin á Ægi 220 en af og til munu pop-up viðburðir skjóta upp kollinum í samstarfi við Hafnarfjarðarbæ.
Í Melodicatjaldinu á laugardaginn munu hljóma fagrir og órafmagnaðir tónar fyrir gesti og gangandi.
Fram koma:
Krissi
Krissi gaf út sitt fyrsta lag í fyrra er nefnist 10 km. Hann á nóg í sarpinum og mun spila lög úr sinni smiðju, gömul og ný. Yrkisefnin eru yfirleitt nátengd Hafnarfirði og Hafnfirðingum og því Hellisgerði kjörin staðsetning.
Sveinn
Sveinn Guðmundsson mun leika lög af plötum sínum „Fyrir herra Spock, MacGyver og mig“, „Skrifstofuplanta“ og „Tíminn og tevatnið“ í bland við glænýtt efni. Sveinn semur um gamla sjónvarpsþætti, heita drykki, langa fundi og sjálfan sig.
Tryggvi
Tónlistarmaðurinn Tryggvi hefur vakið athygli fyrir þjóðlagaskotna tónlist sína og ómþýðu rödd síðustu misseri. Lagið Allra veðra von kom út árið 2019 og hefur verið vinsælt á útvarpsstöðvum síðan þá og er enn. Það eru eflaust margir sem bíða eftir meira efni frá Tryggva sem hefur ekki verið iðinn við að koma fram til þessa.
Tjaldið verður staðsett fyrir framan sviðið í Hellisgerði og gott aðgengi er fyrir hjólastóla frá Reykjavíkurveginum. Öll velkomin!