HamingjuMiniMelodica í Hellisgerði

Laugardaginn 27. september kl.17 

Hamingjutónlist í Melodicatjaldinu í Hellisgerði 

Öllu verður tjaldað til í Melodicatjaldinu þar sem koma fram þrjú atriði. 

Viðburðurinn er fyrsti pop-up viðburðurinn í tengslum Melodica Festival Hafnarfjörður hátíðina. Hátíðin verður áfram á dagskrá á vorin á Ægi 220 en af og til munu pop-up viðburðir skjóta upp kollinum í samstarfi við Hafnarfjarðarbæ. 

Í Melodicatjaldinu á laugardaginn munu hljóma fagrir og órafmagnaðir tónar fyrir gesti og gangandi. 

Fram koma:

Krissi

Krissi gaf út sitt fyrsta lag í fyrra er nefnist 10 km.  Hann á nóg í sarpinum og mun spila lög úr sinni smiðju, gömul og ný. Yrkisefnin eru yfirleitt nátengd Hafnarfirði og Hafnfirðingum og því Hellisgerði kjörin staðsetning.

Sveinn

Sveinn Guðmundsson mun leika lög af plötum sínum „Fyrir herra Spock, MacGyver og mig“, „Skrifstofuplanta“ og „Tíminn og tevatnið“ í bland við glænýtt efni. Sveinn semur um gamla sjónvarpsþætti, heita drykki, langa fundi og sjálfan sig.

Tryggvi

Tónlistarmaðurinn Tryggvi hefur vakið athygli fyrir þjóðlagaskotna tónlist sína og ómþýðu rödd síðustu misseri. Lagið Allra veðra von kom út árið 2019 og hefur verið vinsælt á útvarpsstöðvum síðan þá og er enn. Það eru eflaust margir sem bíða eftir meira efni frá Tryggva sem hefur ekki verið iðinn við að koma fram til þessa.

Tjaldið verður staðsett fyrir framan sviðið í Hellisgerði og gott aðgengi er fyrir hjólastóla frá Reykjavíkurveginum. Öll velkomin!

 

Ábendingagátt