Hamingjunámskeið í Hafnarfirði hefst að nýju 23.janúar

Hagnýt vinnustofa og kynning á leiðum jákvæðrar sálfræði til aukinnar vellíðunar í daglegu lífi með Borghildi Sverrisdóttur, sálfræðikennara og höfund bókarinnar Hamingjan eflir heilsuna. Ath ! Takmarkaður fjöldi
Allir þátttakendur síðasta námskeiðs sögðust myndu mæla með námskeiðinu við aðra . Umsagnir þátttakenda:
  • „Gott skipulag var á námskeiðinu og gott traust og mikil virkni a meðal þátttakenda“
  • „Lærði að vinna með þakklætið betur og sjálfsvinsemd“
  • „Fann hvað ég náði að efla jákvæðni og vil vinna enn meira með núvitundina“
  • „Kennari setur efnið fram a auðskilin og gagnlegan hatt og er mjög gefandi, hlý og notaleg“
  • „Kennari brann fyrir boðskapnum og setti allt fram skilmerkilega, afslöppuð“

Lýsing á námskeiði:

Á námskeiðinu Velsæld í daglegu lífi verða kynntar og unnið með leiðir jákvæðrar sálfræði sem skila almennt góðum árangri til aukinnar velsældar. Farið er stuttlega yfir fræðin og rannsóknir sem liggja að baki þessum leiðum, en áhersla er lögð á að þátttakendur fái æfingu í að vinna með aðferðirnar í eigin lífi.

Námskeiðið er tækifæri til að:

  • Kynnast leiðum sem auka lífsánægju, það er að efla jákvæðar tilfinningar og hugsanir í daglegu lífi.
  • Kortleggja styrkleika þína og kynnast mikilvægi þess að þekkja og efla styrkleika.
  • Bæta hugarfar og viðhorf til þín sjálfs og efla þar með sjálfsmynd.
  • Kynnast sjálfsvinsemd og efla hana, en sterkt fylgni er á milli sjálfsvinsemdar og lífsánægju.
  • Kynnast grunnþáttum núvitundar og stunda hana bæði á námskeiðinu og utan þess eftir bestu getu.
  • Prófa og meta hvaða leiðir henta þér best með því að reyna þær á eigin skinni.
  • Auka sjálfsþekkingu.
  • Tileinka þér venjur sem efla þig.
  • Tileinka þér aukna hugarró.
  • Þekkja leiðir sem hjálpa þér að takast betur á við krefjandi hversdagsleika og upplifa þannig aukna velsæld.
Þátttakendur fá senda nánari lýsingu á dagskrá námskeiðsins alla dagana þrjá.

Fyrirkomulag og verð:

  • Hvenær: Kennt er þrjá þriðjudaga í röð milli kl. 17.00 og 19.30
  • Dagar: 23., 30.jan og 6.febrúar.
  • Hvar: Kennt er í grunnskólanum NÚ við Reykjavíkurveg í Hafnarfirði
  • Verð: 22.900 kr.

Innifalið er:

  • Námskeiðsgögn (glærur og fleira)
  • Eftirfylgni og hvatning á meðan á námskeiðinu stendur
  • Léttar veitingar
Vakin er athygli á því að flest stéttarfélög veita styrki vegna slíks námskeiðsins og eru þátttakendur hvattir til að hafa samband við sitt félag. Tilvalið fyrir vini, vinkonur, vinnufélaga að koma saman á námskeiðið og styðja hvort annað í vegferðinni !!
Skráning fer fram hér: https://forms.gle/Uf1RYRVRoZr4QkvJ8 eða senda nafn, netfang og símanúmer á borghildur74@gmail.co
Umsjón með námskeiði: Borghildur Sverrisdóttir er með B.A. próf í sálfræði frá HÍ og M.ed. próf í menntunarfræðum með áherslu á jákvæða sálfræði frá HA. Þá stundaði hún nám við Hendrix College, USA. Hún skrifaði bókina „Hamingjan eflir heilsuna, leiðir jákvæðrar sálfræði að aukinni hamingju og betri heilsu“ og skrifaði einnig heilsupistla í fjölmiðla í mörg ár. Þá hefur hún haldið fjölmörg námskeið og fyrirlestra um aðferðir jákvæðrar sálfræði, t.d. hjá Endurmenntun HÍ og fyrir leikskóla og grunnskóla, ásamt því að hafa setið ýmisa fyrirlestra og ráðstefnur um viðfangsefni jákvæðrar sálfræði. Í dag starfar hún sem sálfræðikennari við Flensborgarskóla og kennir m.a. jákvæða sálfræði og stendur fyrir langtímarannsókn um áhrif og gildi slíkra námskeiða.
Ábendingagátt