Hamingjunámskeið í Hafnarfirði

Þrjú námskeið í boði, í september, október og nóvember 2023. Sjá viðburð á Facebook Hamingjunámskeið í Hafnarfirði í september | Facebook

– Hagnýt vinnustofa fyrir öll sem vilja efla sig með leiðum jákvæðrar sálfræði til aukinnar vellíðunar í daglegu lífi, með Borghildi Sverrisdóttur, sálfræðikennara og höfund bókarinnar Hamingjan eflir heilsuna. Á námskeiðinu verða kynntar og unnið með leiðir sem skila almennt hvað mestum árangri til aukinnar velsældar fyrir flesta. Áhersla er lögð á að þátttakendur fái æfingu í að vinna með aðferðirnar en fræðin og rannsóknir að baki þessum aðferðum verða einnig kynntar.
Þá verður m.a. fjallað um leiðir til að auka lífsánægju, svo sem að efla jákvæðar tilfinningar og hugsanir í daglegu lífi; fjallað verður um mikilvægi þess að þekkja og efla styrkleika sem tengjast helst lífsánægju. Þá verður fjallað um áhrif sjálfsvinsemdar á lífsánægju og unnið með leiðir til að efla hana, ásamt því að ræða grunnþætti núvitundar og stunda hana bæði á námskeiðinu og utan þess eftir bestu getu. Námskeiðið er einstaklingsmiðað, þ.e. að hver og einn prófi og vinni með aðferðir til að efla eigin lífsánægju og sjálfsvinsemd í sínu daglega lífi eins og kostur er.
Ávinningur þinn er:
  • Að öðlast skilning á gagnsemi aðferða jákvæðrar sálfræði.
  • Að geta metið hvaða æfingar henta þér best með því að reyna þær á eigin skinni.
  • Tækifæri til að bæta hugarfar og viðhorf til þín sjálfs og efla þar með sjálfsmynd.
  • Tækifæri til að prófa hinar ýmsu leiðir til aukinnar velsældar og tileinka þér þær á tímabilinu.
  • Tækifæri til aukinnar sjállfsþekkingar.
  • Að vinna með og tileinka þér venjur til lengri tíma sem efla þig.
  • Að geta betur tekist á við krefjandi hversdagsleika og upplifa þannig aukna velsæld.
  • Jákvæð upplifun, þar sem áhersla er á að skapa gott andrúmloft og öruggt umhverfi.
  • Tækifæri til að tileinka þér aukna hugarró og vellíðan.
Við skráningu á námskeiðið fá þátttakendur nánari lýsingu á dagskrá námskeiðsins alla dagana þrjá. Fyrirhugað er að vera með framhaldsnámskeið eftir áramótin!

Hvenær: Þrír þriðjudagar í september milli kl. 17.15 og 20.00.
Dagar: 5., 12. og 19.september;
Hvar: Grunnskólinn NÚ, Framsýn við Reykjavíkurveg í Hafnarfirði
Verð: 24.900 kr.
Ath. takmarkaður fjöldi er á hvert námskeið!

Innifalið er:
Námskeiðsgögn (glærur og fleira).
Eftirfylgni og hvatning á meðan á námskeiðinu stendur í lokaðri „grúbbu“.
Léttur kvöldverður öll kvöldin.
Fimm heppnir þátttakendur fá bókina: Hamingjan eflir heilsuna, leiðir jákvæðrar sálfræði að aukinni hamingju og betri heilsu að gjöf. Bókin verður einnig til sölu á námskeiðinu á sérkjörum.
Smelltu á eftirfarandi slóð til að skrá þig eða á “tickets”.
Aðeins þarf að greiða viku áður en námskeið hefst eða eftir samkomulagi.
Fyrir nánari upplýsingar er hægt að senda þeim skilaboð hér: Hamingjunámskeið í Hafnarfirði | Facebook
Ábendingagátt