HamingjuPlöntuganga við Ástjörn

Fimmtudaginn 26. september kl. 17:30, gengið frá Ásvöllum (aðalinngangur).

Líffræðilegur fjölbreytileiki í þéttbýli

Komdu með okkur í klukkutímalanga gönguferð með leiðsögn þar sem mikilvægi þess að varðveita græn svæði fyrir bæði plöntu- og fuglasamfélög , sem og fyrir velferð mannsins verður kannað.

Í göngunni munu þátttakendur fræðast um:

– Mikilvægi þess að viðhalda neti grænna svæða um alla borg.

– Ætar plöntur sem auðvelt er að þekkja og nota ásamt ráðleggingum um hvenær og hvernig á að safna þeim í þéttbýli.

– Stjórnun „vandræða“ plantna.

– Borgarfuglar og búsvæði þeirra.

Gangan fer fram að mestu á ensku. Hvort sem þú ert vanur náttúruunnandi eða bara forvitinn um umhverfið þitt, þá býður þessi viðburður upp á eitthvað fyrir alla.

Mariana Tamayo, dósent við Háskóla Íslands, Mervi Luoma plöntufræðingur og Rebecca Thompson borgarfuglafræðingur í samstarfi við Heilsubæinn Hafnarfjörð, leiða HamingjuPlöntugöngu í Hafnarfirði.

Ábendingagátt