HamingjuPrjónakaffi á Ægir 220

Sunnudaginn 7. september frá kl. 13 – 16 

Komdu og njóttu notalegrar samveru í frábærum félagsskap á prjónakaffi á Ægi!
Við höfum kaffi á könnunni, kleinur á borðum og nóg af hlýju og prjónum í hönd. 

Garnbúðin Edda verður með skemmtilegan pop-up markað á staðnum – tilvalið að næla sér í eitthvað fallegt fyrir næsta verkefni! 

Hvort sem þú ert vanur prjónari eða bara byrjandi, þá ertu hjartanlega velkomin að slást í hópinn. 

Spjöllum, deilum hugmyndum og prjónum saman! 

Ábendingagátt