HamingjuSána með Herjólfsgufunni

Fimmtudaginn 11. september frá kl. 11-13 

Gufuhópurinn Herjólfsgufan býður eldri borgurum að prófa sánu við Langeyrarmalir. Hitanum verður stillt í hóf svo byrjendur geti sérstaklega átt notalega stund í hitanum undir leiðsögn Láru Alexandersdóttur.

Taktu dýfu í kaldan sjóinn og komdu svo inn í hlýja og endurnærandi gufuna.
Þetta er kjörið tækifæri fyrir sjóbaðsunnendur – eða þá sem langar að prófa eitthvað nýtt og frískandi! 

Gufan verður opin frá 11 til 13 – Öll velkomin! 

Ábendingagátt