Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Hamingjustund í Helli við Helgafell
Mánudaginn 16. september klukkan 18:30 og 20:30
Upplifum náttúruna saman á einstakan hátt í leyndum helli í upplandi Hafnarfjarðar. Við ætlum við að eiga saman töfrandi stund í þessum fallega helli, hlusta á ljúfa tóna og syngja saman möntrur og íslenska söngva sem við þekkjum öll og elskum. Við endum svo stundina í mögnuðu tónabaði sem er engu líkt. Þegar tónarnir bergmála í hellinum er eins og jörðin taki þátt í sköpuninni og úr verður eitthvað ólýsanlegt og magnað.
Við hittumst við bílastæðið hjá gönguleiðinni að Helgafelli og göngum þaðan örstuttan spöl að vel földum hellisskúta.
Hægt verður að kaupa sér bolla af 100% hreinu cacao sem kemur alla leið úr frumskógum Suður Ameríku.
Við hvetjum fólk á að koma vel klætt og með púða eða annað til að sitja á sem má óhreinkast.
Eygló og Laufey hjá Karmad, í samstarfi við Heilsubæinn Hafnarfjörð, leiða Hamingjustund í Helli við rætur Helgafells. Takmarkað pláss og skráning því nauðsynleg með tölvupósti á karmad@karmad.is