Hamingjustund í Helli við Helgafell

Mánudaginn 16. september klukkan 18:30 og 20:30

Upplifum náttúruna saman á einstakan hátt í leyndum helli í upplandi Hafnarfjarðar. Við ætlum við að eiga saman töfrandi stund í þessum fallega helli, hlusta á ljúfa tóna og syngja saman möntrur og íslenska söngva sem við þekkjum öll og elskum. Við endum svo stundina í mögnuðu tónabaði sem er engu líkt. Þegar tónarnir bergmála í hellinum er eins og jörðin taki þátt í sköpuninni og úr verður eitthvað ólýsanlegt og magnað.

Við hittumst við bílastæðið hjá gönguleiðinni að Helgafelli og göngum þaðan örstuttan spöl að vel földum hellisskúta.

Hægt verður að kaupa sér bolla af 100% hreinu cacao sem kemur alla leið úr frumskógum Suður Ameríku.

Við hvetjum fólk á að koma vel klætt og með púða eða annað til að sitja á sem má óhreinkast.

Eygló og Laufey hjá Karmad, í samstarfi við Heilsubæinn Hafnarfjörð, leiða Hamingjustund í Helli við rætur Helgafells.  Takmarkað pláss og skráning því nauðsynleg með tölvupósti á karmad@karmad.is

Ábendingagátt