Hátíð Hamarskotslækjar verður í ár í Hafnarborg 14. desember kl. 15. Hægt er að hlýða á fyrirlestur Steinunnar Guðnadóttur um ævi Jóhannesar J. Reykdal og Lovísu Cristiansen barnabarn Jóhannesar um Þórunni Böðvarsdóttur konu hans. Halldór Árni Sveinsson sýnir myndefni frá síðustu fjórum áratugum, gjaldfrjálst. Hátíð Hamarskotslækjar er nú haldin í tíunda sinn og hefur frá upphafi verið haldin í samstarfi við Jólaþorpið í Hafnarfirði.

Menningarhátíðarin er haldin til að minnast frumkvöðulsins Jóhannesar J. Reykdal, sem reisti fyrstu rafstöðina til rafmagnsframleiðslu fyrir bæjarfélagið einn og óstuddur árið 1904. Jóhannes var fæddur 1874 og því 150 ár liðin fæðingu hans. Þá eru 120 ár frá því að þessi fyrsta almenningsrafveita var stofnuð.

 

Ábendingagátt