Jólahjón – Hátíð í bæ

Senn líður að jólum og þar með auðvitað að fjórtándu tónleikum Jólahjóna sem að þessu sinni verða haldnir laugardaginn 14. desember kl. 17:00 í Hafnarfjarðarkirkju.

Þau Jóhanna Ósk Valsdóttir, Bjartur Logi Guðnason, Örvar Már Kristinsson og Þóra Bergljótar Björnsdóttir munu sem endranær bregða á leik og bresta í söng og koma öllum í svona líka glimrandi jólaskap. Venju samkvæmt samanstendur dagskráin af hátíðlegum jólalögum í bland við minna hátíðleg jólalög og ef vel liggur á þeim hjónum er aldrei að vita nema eitthvað verði spaugað milli laga.

Að venju er frítt inn og öll velkomin meðan húsrúm leyfir

Ábendingagátt