Við erum þorpið: Hegðun og líðan unga fólksins

Fræðslukvöld fyrir foreldra, forsjáraðila og öll áhugasöm  

Fræðslukvöld með sálfræðingum Hafnarfjarðarbæjar fyrir foreldra og forsjáraðila barna og ungmenna á leik- og grunnskólaaldri um hegðun og líðan. Markmiðið er að þátttakendur gangi út með hagnýt ráð og hjálpleg viðbrögð í uppeldinu. Leitast verður við að svara spurningum eins og:

  • Hvað er hegðun?
  • Hvað er hægt að gera þegar barn sýnir krefjandi hegðun?
  • Hvað er kvíði?
  • Hver eru hjálpleg viðbrögð við kvíða barna?
  • Hvert get ég leitað eftir aðstoð?

Bára Fanney Hálfdanardóttir, Bergþóra Ragnarsdóttir og Svandís Gunnarsdóttir halda utan um kvöldstundina. Þær starfa allar sem sálfræðingar hjá mennta- og lýðheilsusviði Hafnarfjarðarbæjar þar sem þær sinna greiningum og ráðgjöf til foreldra og skóla.

Saman erum við þorpið – vertu með!

————————————–

Þessi fundur er hluti af fundaröð Hafnarfjarðarbæjar og heilsubæjarins Hafnarfjarðar um málefni barna og ungmenna, líðan þeirra og öryggi.

Viðburður á Facebook 

Ábendingagátt