Sjöunda árið í röð er blásið til Bæjar-og tónlistarhátíðarinnar „Í Hjarta Hafnarfjarðar“. Útisvæðið í Hjarta Hafnarfjarðar verður opnað fimmtudaginn 29. júní kl 17:00 og hátíðinni lýkur svo fimmtudagskvöldið 3.ágúst kl. 23:00.

Björgvin Halldórsson er orðinn algerlega ómissandi partur af Bæjar- og tónlistarhátíðinni Hjarta Hafnarfjarðar og er eini listamaðurinn sem hefur alltaf tekið þátt í hátíðinni. Ekki nóg með það heldur hefur hann allt frá árinu 2017 opnað hátíðina með tónleikum í Bæjarbíói en miðasala á 14 viðburði inni í Bæjarbíói eru komnir í sölu á tix.is.

Á hjartahafnarfjardar.is er hægt að sjá dagskrá hátíðarinnar og fá svör við algengum spurningum.
Ábendingagátt