Komdu með í göngu!

Jónatan Garðarsson leiðir göngu um hraunin frá Straumi að Óttarsstöðum og fjallar um sögu svæðisins. Hraunin heilla marga og farið verður í um klukkustundar göngu frá Straumshúsinu, að Brunntjörn, Sigurðarhelli, Kúarrétt og niður að Tjörvagerði og Þýskubúð og aftur til baka. Gengið verður frá bílastæði við Straum.

Þátttaka er ókeypis og allir velkomnir!

Menningar- og heilsugöngur 2023

Í sumar er boðið upp á bæjargöngur með leiðsögn alla miðvikudaga. Göngurnar eru samstarfsverkefni Bókasafns Hafnarfjarðar, Byggðasafns Hafnarfjarðar, Hafnarborgar og Heilsubæjarins Hafnarfjarðar. Flestar göngur taka um klukkustund.

Komdu út að ganga í sumar!

Menningar- og heilsugöngur í Hafnarfirði sumarið 2023

Ábendingagátt