Laugardaginn 4. febrúar kl. 14 bjóðum við gesti velkomna á jógastund fyrir fjölskyldur (börn í fylgd fullorðinna) með það að markmiði að hreyfa sig saman og eiga saman gæðastund í gegnum leik, nánd og hreyfingu.

Þátttakendur fara í gegnum jógastöður, gera öndunaræfingar, bregða á leik og enda á ljúfri slökun ásamt Önnu Rós Lárusdóttur, höfundi bókarinnar Jógastundar, sem leiðir tímann.

Þá verður bókin einnig fáanleg á sérstöku tilboðsverði í safnbúð Hafnarborgar á meðan Vetrarhátíð stendur.

Þátttaka er gestum að kostnaðarlausu en jógastundin er hluti af dagskrá Hafnarborgar á Vetrarhátíð, sem fer fram dagana 2. – 4. febrúar 2023 á höfuðborgarsvæðinu.

Ábendingagátt